Vandamál með Dual-boot
Sent: Mið 07. Jan 2004 20:39
Sælir nú snillingar, ég er í nettum vandræðum með að koma upp dual boot (i) á vélina hjá mér Er með tvo h diska sem ég setti Win98 og Win2000 upp á. Ég setti kerfin upp á diskana í sitthvoru lagi, það er að segja það var bara annar tengdur í einu. Tengdi svo báða við vélina og reyndi að fá upp dual boot með því að breyta boot.ini skránni á 2000 og fékk upp dual boot skjáinn með endurræsingu og gekk vel að ræsa 2ooo diskinn sem er default. Svo reyndi ég að ræsa 98 diskinn en gekk ekki, kom með ntoskrnl.exe villu. Er búinn að reyna að víxla diskunum og fikta meira i boot.ini skránni en ekkert virkar. Hins vegar rennur náttúrulega 98 diskurinn upp ef ég breyti boot up röðinni í biosnum en það er ekki það sem ég er að reyna. Þetta virkar fínt á hinni vélinni minni en þar er ég reyndar með tvo xp diska sem skilja dual bootið betur en 98 !!
Nú reynir á að redda amatör í neyð Takk fyrir so
Nú reynir á að redda amatör í neyð Takk fyrir so