Síða 1 af 1

Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Fim 10. Des 2009 20:40
af Some0ne
Sælir,

Var að ná mér í nýja routerinn hjá Símanum, Speedtouch 585n sem er með draft-n uppað 130mbs, svo er ég með laptop sem er með Intel WiFi Link 5100 AGN netkorti.

Fæ ómögulega að tengjast á 130mbs, eða bara yfir 54mbs sem er G standardinn við routerinn. Ef ég fikta í vefviðmótinu og t.d er ekki með tölvuna mína tengda við þráðlausa netið, þá sýnir hann routerinn að hann sé að radioa út á 130mbs, svo ef að ég læt lappan tengjast inná netið í gegnum WiFi, þá breytist það í 54mbs í routernum.

Bý í 10 hæða blokk, og sé um það bil 8-10 þráðlaus net að meðaltali, er að velta því fyrir mér hvort að öll þessi WiFi traffík sé að láta routerinn droppa í standard 54mbs eða eitthvað, er búinn að reyna beisiklí allt sem mér dettur í hug, láta netkortið mitt vera með styttra leitarsvið og prófa channel frá 1-13 á routernum.

No avail!

Verð frekar frústreraður ef að ég næ ekki að drulla þessu í gegn, svo smellið thinking-caps á og komið með eitthvað!

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Fös 11. Des 2009 13:40
af wicket
Ég var í helvítis böggi að ná að tengjast á 802.11n en þegar ég breytti encryption í WPA2 að þá fauk vélin mín inn á 802.11n. Var með default WEP encryption í gangi en smá gúggl benti mér á að breyta um encryption og þá fauk þetta inn.

PC lappinn minn tengist á N og eldri vél konunnar á G.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Fös 11. Des 2009 14:08
af Some0ne
Ég prófaði að breyta í WPA-PSK sem er víst skilyrði fyrir N tengingu en það dugaði samt ekki :/

Í ofanálagi þá getur bara lappinn hjá konunni ekki tengst inná þráðlausa netið eftir að ég breyti í WPA-PSK(WPA+WPA2), breyti security dæmnu á tengingunni í WPA2 hjá henni og slæ inn encryption keyið en hún fær ekki tengingu.

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Fös 11. Des 2009 15:34
af tolli60
Ég er líka með þennan router frá Simanum hann er mjög óstabill hjá mér á lappanum en hann er með innb.54G ég tengdi Lnksys usb 300mb.N kort við hana og það er lítið betra,varð fyrir vonbrigðum með þetta hélt að ég myndi fá góðan hraða innanhúsnetið mitt.Eg er með nyjan turn sem er Lan tengdur við Routerinn
og hafði hugsað mér að hann yrði server fyrir fartölvurnar. Ef einhver er með lausn á þessu þá yrði ég fegin. Ég er með Win7 í þeim öllum

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 03:07
af íslendingur
ertu búnað fara inni device manager hægri smella á kortið fara i properties og svo i advance og stilla n á enabled rouderinn segir bara hraðan sem þú getur náð ef það virkar ekki prófaðu að updatea driver eða slökkva á web access i vírusvörninni hjá þér

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 04:15
af Some0ne
N er enabled by default á öllum N netkortum.

Er ekki með vírusvörn og er með nýjasta driver fyrir netkortið.

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 07:56
af benson
Prófaðu að taka læsinguna af wifi'inu og setja bara mac filter í staðinn.

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 08:08
af Danni V8
Ég googlaði þennan router og fann þennan þráð:

http://forums.whirlpool.net.au/forum-re ... ?t=1120310

Það virðist bara vera almennt vesen á þessum router :?

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 11:55
af Some0ne
benson skrifaði:Prófaðu að taka læsinguna af wifi'inu og setja bara mac filter í staðinn.


Ég kann ekki nóg inná telnet til að gera það, það er ekki hægt að gera það í gegnum webGUI-ið.

Svo virðist þetta drasl vera eitthvað í ruglinu annars, á að vera hægt að registera ný device á WiFi-ið með því að halda inni takka framaná honum, en takkinn er algjörlega óvirkur.

-Danni V8

Speedtouch routerarnir almennt hafa alltaf verið handónýitir 585v6 sem flestir á íslandi eru með er meingallaður, höndlar ílla mikla torrent traffík og í nýjasta firmware-inu frá símanum á þeim virkar uPnP ekki og allar incoming tengingar eru blokkaðar nánast og virkar ekki að gera undantekningar í vefviðmótinu.

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 12:20
af CendenZ
Enda mundi ég aldrei vilja nota draslið sem síminn supplyar.. Ég var með netið hjá símanum síðan 98.. og alltaf fengið drasl routera sem ég hef svo skipt út fyrir mína eigin.

muniði ekki annars allir eftir USB helvítis draslinu sem síminn lét alla nota ? Alveg.. case..

Re: Speedtouch 585n + Intel WiFi 5100 AGN, en engin N tenging!

Sent: Lau 12. Des 2009 17:34
af Some0ne
Já.. ég er samt með adslTV-ið frá símanum, svo að ég þarf að nota router frá þeim.