Síða 1 af 1

Setja upp Windows 7 á nýjan disk með upgrade útgáfunni

Sent: Sun 06. Des 2009 21:29
af Tyler
Sælir
Nú er ég að fara að setja upp Windows7 á SSD disk sem ég var að kaupa. Í dag er ég með Windows 7 sett upp á Seagate SATA disknum mínum. Ég keypti mér Windows 7 Upgrade útgáfuna.

Vitið þið hvort að það sé nóg að Windows 7 sé á Seagate disknum þegar ég set það upp á SSD disknum með Upgrade útgáfunni (þ.e. uppsetningarferlið nemi að það sé stýrikerfi fyrir á tölvunni) eða þarf ég að setja fyrst upp Vista á SSD-disknum og svo Windows 7?

Tyler

Re: Setja upp Windows 7 á nýjan disk með upgrade útgáfunni

Sent: Sun 06. Des 2009 21:57
af Pandemic
Mig minnir að það þú sért beðin um serial key fyrir vista með upgrade útgáfunni, þar sem þú getur fresh-installað með disknum.

Re: Setja upp Windows 7 á nýjan disk með upgrade útgáfunni

Sent: Mán 07. Des 2009 14:26
af Halli25
Pandemic skrifaði:Mig minnir að það þú sért beðin um serial key fyrir vista með upgrade útgáfunni, þar sem þú getur fresh-installað með disknum.

En er þetta hægt með XP serial? Langar að gera þetta líka á xp vélinni minni og kominn tími á update á system diskinn í henni :)

Re: Setja upp Windows 7 á nýjan disk með upgrade útgáfunni

Sent: Mán 07. Des 2009 14:48
af viddi
Keyrir maður ekki bara upp Win 7 án serial á ssd diskinn og upgradear svo yfir það til að activatea ?

Re: Setja upp Windows 7 á nýjan disk með upgrade útgáfunni

Sent: Mán 07. Des 2009 14:55
af Tyler
Fann þessa grein um þetta vandamál. Ætla að prufa að fara eftir henni.

http://www.winsupersite.com/win7/clean_install_upgrade_media.asp