Síða 1 af 1

Hvernig get ég fjarlægt cookies úr tölvunni?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 16:40
af Mongol
hmm ég er að hugsa hvernig get ég fjarlægt cookies úr tölvunni semsagt þessa cookiesa sem hægja svo svakalega á henni???

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 19:55
af daremo
Spurning: Hvaða browser ertu að nota?
Athugasemd: Cookies eiga ekki að hægja á tölvunni þinni. Ef þú ert að misskilja hvað cookies eru og þú meinar spyware, prófaðu að googla 'CCleaner'.

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 20:54
af Mongol
Ég er að nota bæði google chrome og firefox why??

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 21:03
af daremo
Af því browserar geyma ekki cookies eða valmöguleika fyrir cookies á sama stað.

Þú getur eytt út cookies hér:
Firefox: Menu -> Tools -> Options -> Privacy -> Remove Individual Cookies = Velur Remove Cookie eða Remove All Cookies
Chrome: Spanner iconið -> Options -> Under the Hood -> Show Cookies = Veldur Remove eða Remove All

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 21:17
af Mongol
en hvað eru þessir cookies þarf ég þetta einhvað eihnvertíman??

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 21:38
af Gúrú
Mongol skrifaði:en hvað eru þessir cookies þarf ég þetta einhvað eihnvertíman??


Skrár sem að geyma hluta úr vefsíðum og hraða hve hratt þú sækir þær, með því að hlaða þær af harða diskinum í staðinn fyrir að hlaða þær frá vefþjóninum.

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 21:46
af daremo
Gúrú skrifaði:
Mongol skrifaði:en hvað eru þessir cookies þarf ég þetta einhvað eihnvertíman??


Skrár sem að geyma hluta úr vefsíðum og hraða hve hratt þú sækir þær, með því að hlaða þær af harða diskinum í staðinn fyrir að hlaða þær frá vefþjóninum.


Nei.. Það er cache.
Cookies geyma upplýsingar um það sem þú hefur gert á vefsíðum. Hvort þú tékkaðir í eitthvað ákveðið tékkbox eða þú ert búinn að heimsækja vefsíðuna áður og búinn að sjá einhver skilaboð sem þeir vilja endilega að þú skoðir, geyma cookies þær upplýsingar. info.

Re: cookies

Sent: Lau 28. Nóv 2009 23:15
af Mongol
Helvíti er það fínt:P

Re: cookies

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:14
af Pandemic
Nánast ómissandi fyrir hönnuði vefsíða að nota cookies uppá t.d innskráningar, form submissions, alerts og annað sniðugt.