Síða 1 af 1

Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 01:15
af flottur
Hvernig er þetta ég er að forvitnast um það,að ef maður er með 4 GB í erlent DL á mánuði og maður er hjá símanum þessu frábæra fyrirtæki =D>
Ég veit að ég er kominn langt yfir áætlað gagnamagn geta þeir hægt á nettengingunni hjá manni ef þeir vilja enn segja svo að ekkert sé að hjá þeim þó svo ða ég komist ekki inn á t.d youtube eða aðrar erlendar síður og ef að ég kemst inn á þær þá eru þær endalaust að hlaða sig inn?

Ég er ekki með neinn DL hugbúnað í gangi og er búin að fara yfir tölvunna með AVG,NAV og með ccleaner til að laga registry files og leita eftir vírusum,enn þetta drasl er þráðlaust og ég á eftir að prufa tengja kabal frá router í tölvu,nema ég þarf bara svo helvíti langan kabal að ég vildi forvitnast um þetta áður enn ég kaupi mér 20 metra kabal.

Router-inn er á fyrstu hæð enn ég á þriðju og það er annar router á miðhæðinni sem leigjandin okkar notast við.

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 01:20
af flottur
ÉG er líka búin að slökkva & kveikja á router-inum

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 02:20
af mercury
prufaðu að taka hann úr sambandi í sirka 30 sec og kveikja svo aftur.

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 03:24
af flottur
búin að því og það virkaði ekki.

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 04:03
af SteiniP
Ertu semsagt kominn yfir gagnamagnið þitt og ert að furða þig á því að þú fáir lélegan hraða utanlands?

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 04:14
af flottur
jibb,það er málið,hef nefninlega alltaf verið með ótakmarkað niður hal þangað til í sumar þá breyttust aðstæður og það er þá kannski málið að þegar að maður fer yfir áætlað magn hægist þá á erlelnda dótinu,ef svo er þá verður maður að breyta því ef það er málið.

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 04:34
af Carc
Mæli með að þú byrjir á að skipta um áskriftarleið, mikið hefur breyst með hvernig farið er með gagnamagn og þrengingar. Núna geturu keypt aukalega af þú þarft meira, þannig að þú myndir þá aldrei lenda í þrengingu, nema kannski hjá veskinu.
http://siminn.is/einstaklingar/netid/askrift/

og líka að þá geturu auðveldlega skoðað hver staðan hjá þér er
https://thjonustuvefur.siminn.is/thjonu ... notkun.jsp

Re: Varðandi ða fara yfir áætlað erlent gagnamagn

Sent: Mið 25. Nóv 2009 13:07
af flottur
já ok,það var nefninlega þannig hérna í gamla daga að þegar ða maður fór yfir magnið þá var maður bara rukkaður um meira enn ekki þrengt að manni eins og er gert núna,enn takk fyrir upplýsingarnar.