Síða 1 af 1
Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Þri 24. Nóv 2009 22:15
af KermitTheFrog
Jæja, vonandi get ég gert mig skiljanlegan.
Ég býst stórlega við því að notendur hérna hafi notast eitthvað við IE. Nota hann sjálfur á tölvunum í skólanum.
Það eina sem mér finnst þægilegra við IE en FF er að ef maður opnar link í nýju tabi, þá opnast hann við hliðina á tabinu sem maður er á, sama hve mörg töb þú ert með opin.
Ef við setjum það svona: Ég er með 4 töb opin (a, b, c og d).
FF: Ég miðjumúsarsmelli á link í tabi b og tabið opnast við hliðina á tabi d.
IE: Ég miðjumúsarsmelli á link í tabi b og tabið opnast við hliðina á tabi b.
Er helst að leita að addoni fyrir Firefox sem gerir þetta. Veit einhver?
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Þri 24. Nóv 2009 22:17
af beatmaster
Þetta er einmitt það sem að ég þoli ekki við IE
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Þri 24. Nóv 2009 22:19
af vesley
getur nú fært tabs hingað og þangað í google chrome
raðað þeim eins og þú vilt í tab list og jafnvel fært úr í annan window.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Þri 24. Nóv 2009 22:21
af KermitTheFrog
vesley skrifaði:getur nú fært tabs hingað og þangað í google chrome
raðað þeim eins og þú vilt í tab list og jafnvel fært úr í annan window.
Það er allt hægt í Firefox líka.
Mér finnst bara svo óþægilegt ef ég er með nokkur töb af vaktinni, nokkur af huga og nokkur af sömu síðu og ætla að fara að opna link í nýju tabi einhversstaðar inn á milli. Þá fara þau alltaf á endann á listanum og ég þarf að færa þau sjálfur.
EDIT:
https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/1956Það var ekki flóknara en þetta. Mér líður kjánalega. Fann þetta eftir 30 sekúndna leit á Firefox addon síðunni.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:20
af starionturbo
Get nú komið með smá good2know info um FF varðandi tabs.
Lokaðu tab og íttu á ctrl+shift+t, þetta bjargar deginum fyrir mér.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:23
af ManiO
Er svona í Chrome. Notaðu hann bara.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Sun 29. Nóv 2009 16:27
af KermitTheFrog
starionturbo skrifaði:Get nú komið með smá good2know info um FF varðandi tabs.
Lokaðu tab og íttu á ctrl+shift+t, þetta bjargar deginum fyrir mér.
Ég vissi nú reyndar af þessu, og nota þetta mikið.
Og nei, ég ætla ekki að nota Chrome. Firefox virkar eins og ég vil að hann virki núna.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Sun 29. Nóv 2009 17:25
af Oak
chrome setti cpu alltaf hátt í 90% þannig að ég gafst upp á honum og nota einungis ff
vantaði rosalega þennan fídus fattaði bara ekki að kíkja í add on
er alltaf með svo marga tab að það er alveg óþolandi að fá nýju alltaf aftast.
takk fyrir þetta
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 21:09
af gardar
Mæli með Tab Kit fyrir firefox, það býður upp á þennan möguleika sem þú vildir og marga aðra.
T.d. getur þú haft tabsana til hliðar, ég er með þá vinstra megin hjá mér frekar en efst í glugganum... Virkilega þægilegt og algert must þegar maður er búinn að venja sig á það, einnig geturðu grúppað saman tabs og falið þá.... Mjög hentugt ef þú ert að skoða marga tabs frá sömu síðunni og þarft svo skyndilega að stökkva á aðra síðu.
Ofl.
Check it
https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/5447
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 21:14
af Taxi
Ég mæli með Foxtab, ótrúlegt hvað það er hægt að stilla það mikið.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 22:20
af BjarniTS
Aldrei fýlað IE
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 22:24
af KermitTheFrog
BjarniTS skrifaði:Aldrei fýlað IE
Ekki ég heldur. Neyðist til að nota þetta á skólatölvunum og þar kynntist ég þessum fítus.
En málið er leyst þökk sé Firefox Add-ons.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 22:35
af BjarniTS
KermitTheFrog skrifaði:BjarniTS skrifaði:Aldrei fýlað IE
Ekki ég heldur. Neyðist til að nota þetta á skólatölvunum og þar kynntist ég þessum fítus.
En málið er leyst þökk sé Firefox Add-ons.
Já ókey , las titilinn eitthvað vitlaust líka , fannst þú vera að segja "það eina sem að FF vantar til að verða jafn gott og IE" . . En svo fattaði ég það ekki fyrr en núna bara.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fim 03. Des 2009 23:27
af urban
Tab mix plus
getur stillt það á allavega máta.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 11:58
af gardar
KermitTheFrog skrifaði:BjarniTS skrifaði:Aldrei fýlað IE
Ekki ég heldur. Neyðist til að nota þetta á skólatölvunum og þar kynntist ég þessum fítus.
En málið er leyst þökk sé Firefox Add-ons.
Notaðu firefox portable í skólanum!
http://portableapps.com/apps/internet/firefox_portable
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 12:27
af KermitTheFrog
Æi, ég er búinn að reyna það eitthvað en ég nenni ekki að þurfa að ná í usb lykilinn minn í hvert skipti sem ég þarf að kíkja í tölvu hérna. Nota þær ekki það mikið. Nota fartölvuna mína bara mest í netráp hérna.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 12:48
af KermitTheFrog
Shit hvað þetta Tab Mix Plus er óþægilegt, allavega fyrir mér. Ætla að prófa tab kit og foxtab.
EDIT: ojj nei. Held mig bara við Tabs open relatively. Gerir allt fyrir mig sem það þarf að gera.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 13:37
af urban
KermitTheFrog skrifaði:Shit hvað þetta Tab Mix Plus er óþægilegt, allavega fyrir mér. Ætla að prófa tab kit og foxtab.
vá...
mér finnst það einmitt stórkostlegt.
finnst vanta hreinlega eitthvað í firefox ef að það er ekki til staðar.
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 14:11
af gardar
KermitTheFrog skrifaði:Æi, ég er búinn að reyna það eitthvað en ég nenni ekki að þurfa að ná í usb lykilinn minn í hvert skipti sem ég þarf að kíkja í tölvu hérna. Nota þær ekki það mikið. Nota fartölvuna mína bara mest í netráp hérna.
Geturðu ekki geymt þetta í my documents?
Allavega í mínum skóla þá fá allir eitthvað takmarkað persónulegt pláss undir my documents, ég geymi firefox portable þar
Re: Það eina úr IE sem mér finnst vanta í FF
Sent: Fös 04. Des 2009 15:43
af KermitTheFrog
gardar skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Æi, ég er búinn að reyna það eitthvað en ég nenni ekki að þurfa að ná í usb lykilinn minn í hvert skipti sem ég þarf að kíkja í tölvu hérna. Nota þær ekki það mikið. Nota fartölvuna mína bara mest í netráp hérna.
Geturðu ekki geymt þetta í my documents?
Allavega í mínum skóla þá fá allir eitthvað takmarkað persónulegt pláss undir my documents, ég geymi firefox portable þar
Jú, erum held ég með 15MB hver notandi held ég.