Síða 1 af 1

hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 02:49
af biturk
ég fæ ekki hljóðið til að virka er með

asus a8n sli deluxe móðurb og er að nota onboard soundsystemið

einhver hjálp í boði?

Re: driver í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 02:59
af SteiniP
Prófaðu update driver í Device manager, ef ekki þá
http://www.realtek.com.tw/downloads/dow ... Down=false

Re: driver í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 12:26
af biturk
okei þessi driver fór inn, en ég fæ ekkert hljóð ío hátölurunum, samt kemur fram í hljóðstikinnu niðri í hægra horni græn lína sem hreifist upp og niður í takt við tónlist :roll:
Mynd

hjérna er mynd sem poppaði upp hjá mér þegar ég prófaði að taka hátalaratengið úr tölvunni fyrst kom wave eitthvað connector og þegar ég ítti á ok kom þessi gluggu :?:

Re: driver í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 14:25
af biturk
ég er dáldið að farast hjérna af hljóðleisi, er einhver sem hefur einhverja hugmynd af einhverju?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 15:04
af Taxi
Þú verður líklega að henda þessu Asus hljóðpanel út og setja upp þennann. http://download.cnet.com/Realtek-High-D ... 88600.html

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 15:07
af biturk
er það þá ekki bara uninstall driver og install þessum?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 15:24
af Taxi
biturk skrifaði:er það þá ekki bara uninstall driver og install þessum?

Eftir að þú uninstallar slekkur þú á Windows og kveikir aftur á því og installar nýja drivernum.

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 15:37
af vesi
ertu buin að setja hátalaranna i samband :)

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 16:04
af biturk
Taxi skrifaði:Þú verður líklega að henda þessu Asus hljóðpanel út og setja upp þennann. http://download.cnet.com/Realtek-High-D ... 88600.html

ég henti út og sett inn

núna vantar mig multimedia audiopanel :shock:

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 16:12
af biturk
og hljóðið er virkt í bios, skil ekki hvað er vandamálið #-o

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 16:57
af Taxi
Þetta er óskiljanlegt, win 7 hefur verið með smá ves með hljóð en það dugar oftast að setja inn driverana sjálfur. :?

Síðasti sjéns, svo gefst ég upp. http://www.download3k.com/System-Utilit ... river.html

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 16:58
af biturk
já ég einmitt skil þetta bara ekki :| en ég ætla að prófa þennan síðasta driver hjá þér og ef það virkar ekki.....þá held ég fái mér bara bjór og texti, öll lög og video sem e´g á [-(

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 17:01
af Taxi
biturk skrifaði:já ég einmitt skil þetta bara ekki :| en ég ætla að prófa þennan síðasta driver hjá þér og ef það virkar ekki.....þá held ég fái mér bara bjór og texti, öll lög og video sem e´g á [-(

Texta lögin gefur ekki alveg sama fíling, en hei eitthvað verða menn að gera. :lol:

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 17:23
af biturk
Mynd

jæja þetta lýtur svona út núna, ss, ég er að spila, og það hreifist stikan sem segir að hljóð sé í gangi.... EN EKKRT HEIRIST :x

og hátalarnir eru tengdir, það er ljós á þeim og allt á réttum stað #-o

þegar ég fer í speakers options.....hvað er meint með "no jack information available" er það eitthva ðsem skiptir máli?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 17:32
af SteiniP
prófaðu að tengja hátalarana í bláa jackinn í staðinn fyrir græna. ef það virkar ekki prófaðu þá alla hina jackana. Ég hef þurft að gera það á gömlu hljóðkorti.

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 17:41
af biturk
búinn virðist ekki breita neinu :?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:16
af biturk
ég setti annað kort í og installaði driverum sem windows fann sjálft.....það breitti engu og allt ennþá eins....

getur verið að þetta sé codec vandamál?

eins. aflgjafinn minn er bara með 20pin aðaltengi en mb með 24, ég tengdi það samt í samkvæmt leiðbeiningum á netinu, getur það haft áhrif?

og, hátalarnir eru tengdir með usb....skiptir það nokkru máli eða getur verið að þeir fái ekki nægilegan straum til að virka almennilega og það heirist hljóð? ætti þá ekki bara að heirast lægra hljóð?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:21
af SteiniP
Áttu ekki einhver headphone sem þú getur prófað að tengja?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:30
af biturk
okei ég prófaði það, ekki virkar það heldur, ég er að verða soldið örvæntingarfullur, ég var að kaupa þetta mb af antitrust hjérna og var að vonast eftir að það virkaði eins og skildi þannig að ég skil þetta ekki

ég er ekki að tala niður til hanns ég treisti honum fullkomnlega, þetta er bara bögg 8-[

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:34
af SteiniP
Þetta er örugglega eitthvað driver bug, gæti líka verið tengt 4 pinna power tenginu en ég veit það ekki.

Varstu ekki örugglega búinn að prófa vista driverana frá asus?

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:38
af Danni V8
Ég hefði giskað á gallað móðurborð ef að þú hefðir ekki tekið fram að þú settir annað hljóðkort í en það var sama vesenið. Augljóslega er vesenið annars staðar.

Tengdirðu einhver tengi í móðurborðið fyrir hljóð í front panel á kassanum?

Ef svo er, getur verið að það sé eitthvað að trufla? Prófaðu að taka það þá úr sambandi og sjá hvað gerist eða þá tengja í front panelinn.

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:38
af biturk
júbb þeir bara gengu ekki í
http://forums.pcper.com/showthread.php?t=447987
fann samt sama ves hjérna á netinu ætla að reina að finna manual og tjekka á þessum djumperum og gá hvort það breiti einhverju

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 18:52
af Taxi
biturk skrifaði:ég setti annað kort í og installaði driverum sem windows fann sjálft.....það breitti engu og allt ennþá eins....

getur verið að þetta sé codec vandamál?

eins. aflgjafinn minn er bara með 20pin aðaltengi en mb með 24, ég tengdi það samt í samkvæmt leiðbeiningum á netinu, getur það haft áhrif?

og, hátalarnir eru tengdir með usb....skiptir það nokkru máli eða getur verið að þeir fái ekki nægilegan straum til að virka almennilega og það heirist hljóð? ætti þá ekki bara að heirast lægra hljóð?

Aha, hátalarar tengdir með USB, held að þú þurfir að hægrismella á audio managerinn, þú klikkar á litla "þríhyrninginn" í toolbarinu á desktop, vinstramegin við hátalaramerkið.
Þar á að vera audio manager sem þú hægrismellir á, þar getur þú valið möguleika sem heitir "Audio devices" þú velur hann og þá kemur upp flipi með audio devices, einn þeirra á þá að vera "usb audio"
Þú hægrismellir á USB audio og velur "set as primary", þetta er gert eftir minni en gæti verið eitthvað aðeins öðruvísi.
Svona var þetta í fartölvunni minni þegar það var Vista á henni og ég vildi nota USB hátalara, ég var lengi að fatta þetta. #-o

Vonandi er þetta málið, mér finnst mjög ólíklegt að antitrust hafi selt þér bilaðann hlut.
Ef þetta gengur ekki þá segi ég ekki orð í viðbót á þessum þræði. [-(

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 19:05
af biturk
ÞETTA VIRKAÐI





hjá mér =D> sama vandamál og á linknum að utan sem ég benti á, það vantaði tvo jumpera á audio panel fleh fleh eitthvað

moö...ég er snillingur, þið eruð æðislegir fyrir að hafa nennt að hjálpa mér og antitrust missir 50 cool stig fyrir að hafa ekki verið með jumperana á sínum stað :lol:

Re: hljóðvesen í w7

Sent: Sun 15. Nóv 2009 20:30
af bixer
ég lenti líka í hljóðveseni með win7 ég gat ekki notað bæði græna minijack tengið framan á og aftaná, ég vildi hafa fleiri hátalara eins og ég gerði með winXP