Síða 1 af 1
Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 00:57
af JohnnyX
Ég er ekkert smá mikill nýgræðingur á sviði Linux og þess vegna langar mig að spyrja að einu: Ég ætla sem sagt að henda upp Ubuntu á lappann minn og ég var að spá hvernig er þetta með driver-ana? Get ég notað Windows driver-ana eða þarf ég einhverja aðra? Fín að vita þetta svo maður setji hana ekki upp og lendi svo í veseni.
Með fyrir fram þökk
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 01:56
af BjarniTS
Það sem mér finnst þægilegast við Ubuntu , eins og til dæmis núna , þá var ég að setja upp vél með XP/Ubuntu í dual boot.
IBM T42 vél.
Ég þarf ekki að hugsa um neina drivera í Ubuntu.
Hún gerir allt bara sjálf.
Ekki einusinni Bluetooth er með vesen , hvað þá þráðlausa netkortið , skjákortið , eða neitt annað.
Fæ Mjög ásættanlega skjá-effecta miðað við svona gamla vél og allt er 100% í lagi!
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 01:58
af JohnnyX
BjarniTS skrifaði:Það sem mér finnst þægilegast við Ubuntu , eins og til dæmis núna , þá var ég að setja upp vél með XP/Ubuntu í dual boot.
IBM T42 vél.
Ég þarf ekki að hugsa um neina drivera í Ubuntu.
Hún gerir allt bara sjálf.
Ekki einusinni Bluetooth er með vesen , hvað þá þráðlausa netkortið , skjákortið , eða neitt annað.
Fæ Mjög ásættanlega skjá-effecta miðað við svona gamla vél og allt er 100% í lagi!
þarf hún ekkert að vera tengt með LAN snúru til að geta sett upp þráðlausa netkortið og allt það ?
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 03:20
af BjarniTS
Veistu , ég þurfti þess ekki á T42 allavega og fleiri vélum sem ég hef sett upp.
Það reyndar á alveg til að hittast á að vél sé með eitthvða smá ves , en það er ekki oft skal ég segja þér.
Fyrir löngu þurfti ég reyndar stundum að nota eitthvað sem hét ndisWrapper , eða eitthvað þannig til að fá þráðlausa kortið til að virka.
en það heyrir sögunni til í 9.10 held ég.
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 08:56
af coldcut
Málið með Linux kernelinn er að hann hefur að geyma "drivera" fyrir fjöldann allann af tölvuíhlutum þannig að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að installa driverum eins og í Windows.
Ég hef t.d. bara einu sinni lent í veseni með driver og það var með eldgamalt og bilað þráðlaust netkort í Ubuntu 8,04 minnir mig.
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 10:40
af Gothiatek
Tek undir það sem hefur komið fram hér..þarft ekkert að hafa áhyggjur af þessu með distró eins og Ubuntu. Jaðarhlutir eins og webcam og skannar gætu verið trikkí en allt "basic" stöff virkar úr kassanum.
Það er ekki nema þegar þú ferð að compila kernelinn sjálfur sem þú þarft að leggjast yfir þetta, t.d. ef þú færir í Gentoo. Hef einu sinni compilað Gentoo frá grunni, kernel og allar græjur. Virkaði allt en tók mikinn tíma að koma öllu upp - en hef aldrei náð betra stýrikerfi enda var það sérsaumað að vélbúnaðinum
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 11:04
af gardar
Þú ættir ekki að lenda í neinu veseni með drivera á ubuntu,prófaðu bara að henda livecd í vélina og ræsa hana upp... Þá geturðu prófað þráðlausa netið, osfrv.
Re: Driver-ar á Linux
Sent: Fim 12. Nóv 2009 13:06
af JohnnyX
takk fyrir svörin. Þá er það bara að fara að henda þessu upp