Er að velta fyrir mér hversu langann tíma DNS propagation eiginlega taki. Ég flutti lén um daginn til annars skráningaraðila og fór það í gegn um tveimur sólarhringum síðar eða á þriðjudagsmorgunn.
Síðan hef ég verið að bíða eftir því að þetta breiðist út en hérna á Íslandi þar sem ég er hjá Tali þá hefur það enn ekki náð til þeirra. Semsagt það eru komnir hátt á fjóra sólarhringa síðan og vefsíðan birtist ekki undir mínum server heldur þeim fyrri þar sem lénið var hýst.
Ég hef gert DNS flush hjá mér í stýrikerfinu og restartað routernum af og til.
Ég gerði síðan DNS propagation check áðan fyrir servera hér og þar um heiminn nema Íslandi og þá var það komið á þeim öllum.
Ég veit að þetta gæti tekið einhverja daga en ég man ekki eftir því að það hafi tekið svo langann tíma.
Hafið einhverjar hugmyndir um þessi mál sem gætu varpað ljósi á þetta?
Frekar löng bið eftir DNS propagation vegna flutnings léns
Re: Frekar löng bið eftir DNS propagation vegna flutnings léns
Þetta veltur að mestu leiti á því hvaða TTL var fyrir færslur á léninu fyrir flutninginn. Þ.e. hve lengi uppfletti-nafnaþjónar geyma gögnin lengi í minni. Iðulega er TTL 24 klst, eða 72 klst.
Isnic hefur t.d. þá reglu fyrir .is lén að TTL fyrir nafnaþjónafærslur má minnst vera 24 klst. Það þýðir einfaldlega að mesti mögulegi tími sem gæti liðið frá því að breyting sé gerð þar til aðrir hafa uppfært færslu hjá sér eru 24 klst.
Einföld leið til að skoða þitt sjónarhorn væri að skoða næstu uppfærslu skv. þínum uppfletti-nafnaþjóni.
nslookup
-> set q=soa
-> lénið þitt
Þar kemur fram default TTL.
Til að sjá hvenær næsta uppfærsla fyrir NS færsluna fyrir lénið (sértu að flytja milli ISPa ættu þeir að þurfa að breytast):
nslookup -d2 -type=ns *léniðþitt*
Þar kemur fram ttl, og hvenær næsta uppfærsla uppfletti-þjónsins er.
Þetta sama er hægt að gera við nafnaþjónana hjá Isnic fyrir íslensk lén, sem og hjá Registrörum úti í löndum.
Það að þetta virki veltur einnig vitanlega á því að búið sé að skrá breytingarnar hjá þínum Registrar og farið sé að auglýsa nýju upplýsingarnar.
Isnic hefur t.d. þá reglu fyrir .is lén að TTL fyrir nafnaþjónafærslur má minnst vera 24 klst. Það þýðir einfaldlega að mesti mögulegi tími sem gæti liðið frá því að breyting sé gerð þar til aðrir hafa uppfært færslu hjá sér eru 24 klst.
Einföld leið til að skoða þitt sjónarhorn væri að skoða næstu uppfærslu skv. þínum uppfletti-nafnaþjóni.
nslookup
-> set q=soa
-> lénið þitt
Þar kemur fram default TTL.
Til að sjá hvenær næsta uppfærsla fyrir NS færsluna fyrir lénið (sértu að flytja milli ISPa ættu þeir að þurfa að breytast):
nslookup -d2 -type=ns *léniðþitt*
Þar kemur fram ttl, og hvenær næsta uppfærsla uppfletti-þjónsins er.
Þetta sama er hægt að gera við nafnaþjónana hjá Isnic fyrir íslensk lén, sem og hjá Registrörum úti í löndum.
Það að þetta virki veltur einnig vitanlega á því að búið sé að skrá breytingarnar hjá þínum Registrar og farið sé að auglýsa nýju upplýsingarnar.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Frekar löng bið eftir DNS propagation vegna flutnings léns
Já, takk fyrir þetta.
Ég var rétt áðan að komast með farsímunum inn á lénið og þar með síðuna eins og hún er á servernum hjá mér þar sem hún á að vera hýst. Ég er með farsíma áskrift hjá Símanum.
En í tölvunni fæ ég bara síðuna eins og hún er hjá þeim hýsingaraðila þaðan sem ég var að flytja vefinn frá og er það bara placeholder file. Ég er með netáskrift hjá Tal.
Ég er búinn að restarta nscd daemon í Ubuntu 9.10 með sudo /etc/init.d/nscd restart og sýndist mér skipunin virka, en gamla síðan og response headerinn fyrir það er enn til staðar. Að hreinsa cachið í Firefox, nota annan vafra og endurræsa router og tölvuna hefur ekki hjálpað.
Ég var rétt áðan að komast með farsímunum inn á lénið og þar með síðuna eins og hún er á servernum hjá mér þar sem hún á að vera hýst. Ég er með farsíma áskrift hjá Símanum.
En í tölvunni fæ ég bara síðuna eins og hún er hjá þeim hýsingaraðila þaðan sem ég var að flytja vefinn frá og er það bara placeholder file. Ég er með netáskrift hjá Tal.
Ég er búinn að restarta nscd daemon í Ubuntu 9.10 með sudo /etc/init.d/nscd restart og sýndist mér skipunin virka, en gamla síðan og response headerinn fyrir það er enn til staðar. Að hreinsa cachið í Firefox, nota annan vafra og endurræsa router og tölvuna hefur ekki hjálpað.