Síða 1 af 1

win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 00:48
af tolli60
Jæja ég er kominn með win 7 32 bita í fartölvurnar,nú er turninn eftir er að velta fyrir mér er betra að setja 64bita i hann hann er nýr er betri vinnsla þannig?
hver er ykkar reynsla?

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 01:03
af SteiniP
Ef þú ert með 64 bita örgjörva og allavega 2GB af minni þá er ekkert því til fyrirstöðu að setja upp 64 bita stýrikerfi.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 17:06
af tolli60
eg er með nyja uppfærslu í turninum AMD. 2g minni er,hraðari vinnsla með 64?hvernig er með önnur forrit hvernig gengur að keyra 32bita forrit?
ég er með nokkur 32b myndvinnsluforrit sem ég tími ekki að endurnýja og innanhús net hvernig virkar þetta saman?einhver sem getur upplýst?

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 17:09
af emmi
32bit forrit virka á Windows x64. En ég sé ekki tilganginn í að fara í x64 ef þú ætlar ekki að fá þér meira en 4GB í minni.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 17:11
af KermitTheFrog
Settu upp x64. Ef þú ert með 32bit forrit, þá virka þau alveg eins og á 32bit setupi.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 17:38
af SteiniP
tolli60 skrifaði:eg er með nyja uppfærslu í turninum AMD. 2g minni er,hraðari vinnsla með 64?hvernig er með önnur forrit hvernig gengur að keyra 32bita forrit?
ég er með nokkur 32b myndvinnsluforrit sem ég tími ekki að endurnýja og innanhús net hvernig virkar þetta saman?einhver sem getur upplýst?

32bita forrit virka fullkomlega, fyrir utan nokkrar illa kóðaðar undantekningar. Það eru gömlu 16 bita forritin sem eru með vandræði.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 05. Nóv 2009 22:15
af daremo
Kíktu á heimasíðu framleiðanda fartölvunnar. Eru allir þeir driverar sem þú þarft til í 32 bita útgáfu?
Ef svo er, þarftu ekki uppfæra í 64bit. Ef þú ætlar ekki að nota meira en 4gb minni geturðu haldið áfram að nota 32bit. Þú græðir ekkert performance á 64bitum framyfir 32bit.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fös 06. Nóv 2009 19:48
af OverClocker
daremo skrifaði: Þú græðir ekkert performance á 64bitum framyfir 32bit.


Jú td winrar, explorer 64bit ofl er auðvitað hraðara og forrit sem sérstaklega styðja 64bit...
Hinsvegar er minnisnotkun meiri í 64bit.. enda fleiri bitar í notkun, því betra að vera í 32bit ef minni er 4gb eða minna...

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Lau 07. Nóv 2009 16:50
af KermitTheFrog
daremo skrifaði:Kíktu á heimasíðu framleiðanda fartölvunnar. Eru allir þeir driverar sem þú þarft til í 32 bita útgáfu?
Ef svo er, þarftu ekki uppfæra í 64bit. Ef þú ætlar ekki að nota meira en 4gb minni geturðu haldið áfram að nota 32bit. Þú græðir ekkert performance á 64bitum framyfir 32bit.


Lestu aðeins... Hann segist vera búinn að setja upp á fartölvurnar og á eftir að setja á turninn. x64 kerfið fer á turninn.

Með x64 kerfum getur örgjörvinn reiknað með stærri tölum, sem skilar sér í performance gain-i.

Re: win7 64eða 32bit?

Sent: Fim 12. Nóv 2009 12:57
af tolli60
Takk kærlega. valdi 32 bita.