Síða 1 af 1

Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 15:10
af tolli60
Ég var að setja upp 2fartölvur með win7
Toshiba 1.86celeron 2gig minni.Original m.vista,
Quanta pentium.1.73M 2Gig minni

Toshiba velin var þannig ný að hún fraus við að skoða póstinn,enda þá með 512MB minni.það lagaðist þegar sp1.kom og með meira minni.hefur samt aldrei virkað (alltaf með windows has recowered display driver your color scema has been changed too vista basic)Hún hefur tekið Sprettinn og er orðin nothæf.

Quanta tölvan var með XP. ég var búia að reyna að setja hana á Vista en það voru ekki driverar sem studdu hljóðkortið (þótt væru vista og win7 driverar frá RT.) hún fékk Vista experience index 1.0 fyrir skjákort.
ég setti w7 í hana og það er sama hvað ég slæst við hljóðkortið hún neytar að taka við realtek driverunum(Realtek er sennilega með verstu support síðu í heimi) fyrir utan Quanta þeir eru ekki með hana.
nú fær hún w7 Eperimence index 4.1 fyrir skjákortið(var 1.0)
En sé ekki hún sé betri en með xp.
Mín niðurstaða.EF þú ert með Vista fáðu þér w7,Ef þú ert með xp haltu þig við það

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 15:32
af tolli60
Blitz,mér finnst dónalegt að setja svona svör með flennistórri mynd sem eyðileggur þráðinn.Ef þú ekki getur verið málefnalegur slepptu þá að "commenta"Allavega hjá mér

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 15:51
af BjarniTS
taktu endilega fram nákvæm týpunúmer á vélunum.
Èg verð samt að segja , ertu búinn að prufa hina og þessa hljóðdrivera með 'update driver' , í staðinn fyrir install?

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 16:02
af SteiniP
hmm... ég er nú búinn að setja upp windows 7 á margar tölvur og hef aldrei lent í neinu driver veseni sem hefur ekki reddast á endanum.
Ertu örugglega með rétta Realtek driver fyrir hljóðkortið?
Virkar líka oftast að setja upp Vista drivera í compatibility mode.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 16:10
af Nariur
ertu að segja að XP sé betra en 7 af því að þú finnur ekki hljóðkortsdrivera fyrir eldgamla tölvu? þó preformance sé ekki betra breytir það því ekki að 7 er betra stýrikerfi með fleiri möguleikum og auðveldara í notkunn en FORNGRIPURINN XP.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 16:13
af vesley
þetta fer náttúrulega alltaf eftir afli tölvunnar. og smá driver vesen með hljóðkort á eldgamalli tölvu.....


eina driver vesen sem ég lenti í var með eldgamla webcam . driverar voru ekki til fyrir 7

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 17:16
af Hargo
tolli60 skrifaði:Mín niðurstaða.EF þú ert með Vista fáðu þér w7,Ef þú ert með xp haltu þig við það


Svo sem hæpið að ráðleggja öllum með þessari lokasetningu, of mikil einföldun. En þetta er auðvitað bara þín reynsla og þar við situr.

Eins og einhver nefnir þá snýst þetta auðvitað líka allt um afl tölvunnar og hversu gott support af driverum eru fyrir Win 7 og vélbúnaðinn sem maður er með. Oft líka hægt að prufa Vista drivera í Win 7 ef maður er alveg skák og mát, sakar allavega ekki að reyna. Hef heyrt af sumum redda sér þannig.

Til að gefa fleiri reynslusögur af Win 7 þá er hér mín reynsla...

Mín reynsla:

Hef sett Win 7 upp á þrjár tölvur, tvær voru áður með Vista og ein með XP. Gekk mjög smooth fyrir sig í öllum tilvikum, mun auðveldara en mig grunaði. Er sjálfur að keyra Win 7 á lappanum mínum og er vægast sagt mjög sáttur.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 17:37
af vesley
ert að vitna í vitlausann notanda með vitlausri setningu ;)

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 17:55
af Hargo
vesley skrifaði:ert að vitna í vitlausann notanda með vitlausri setningu ;)


Ójá...hehe, fixaði þetta, takk fyrir ábendinguna.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 18:29
af tolli60
Eg er sammála það er einföldun að setja þetta svona fram. En það átti að vera einfalt
Reikna með að sá sem er með Xp hafi ekki verið að kaupa tölvuna síðasta árið og þessvegna með eldra Hardware.
mæli frekar með Hardware uppfærslu fyrir svoleiðis. win7 Retail kostar 41þús.http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... %FDrikerfi
fyrir þann pening fæst góð uppfærsla http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=viewli ... pf%E6rslur
ég var að uppfæra sjónvarpstölvuna mína með svipuðu.Var með 5ára gamlan Hardware Amd 3000sempron og 64mb innbyggt skjákort.Eg endurnýtti stýrikerfi
og nú þýtur hún áfram í videovinnslunni sem ég nota hana við.
budgedið var ekki meira hjá mér hefði ég varið peningunum betur í win 7?

Nú er hljóðið komið í Quanta tölvunni og hún virkar fínt. ekkert vesen.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 20:10
af Nariur
það er professional, það eina merkilega sem er í því, en ekki home premium er XP mode sem er alls ekki nauðsynlegt, annars er hægt að fá OEM á 20þús og uppfærslu á 16þús

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Mán 02. Nóv 2009 20:24
af Allinn
Windows XP verður úrelt bráðum, þannig það er ekki góð hugmynd að halda sig við það.

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Þri 03. Nóv 2009 00:44
af tolli60
Nariur skrifaði:það er professional, það eina merkilega sem er í því, en ekki home premium er XP mode sem er alls ekki nauðsynlegt, annars er hægt að fá OEM á 20þús og uppfærslu á 16þús

Eg er Hissa á hvaða viðbrögð þessi umsögn mín veldur.það eina sem ég er að gera er að segj, hvernig niðurstöðu ég komst að
En OEM er ætlað til sölu með nýrri tölvu og að sjálfsögðu ef maður er að fara að kaupa nytt stýrikerfi þá kaupir maður ekki XP.Ekki frekar en að maður kaupir
16þkr uppfærslu og svo styrikerfi á 40þ =56000kr.Með því að endurnyta stýrikerfi þá er hægt að fá öfluga uppfærslu fyrir lítinn pening
XP mode"er það sem kom mér í gegnum drivera vesenið.Ég er með win7 ultimate það Kostar 43000krhttp://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&flo=product&id_top=1723&topl=1722&head_topnav=St%FDrikerfi

Re: Win7 umsögn.Setti upp 2 tölvur

Sent: Þri 03. Nóv 2009 11:53
af Nariur
ef maður endurnýtir gamalt XP og kaupir uppfærslu á 16þús er maður að borga = 16þús. maður þarf alls ekki að kaupa ultimate eins og ég var að segja... helsti munurinn er XP mode og bitlocker = ekki nauðsynlegt fyrir venjulegan notanda

þ.e. uppfærslu úr XP í W7