Síða 1 af 1
Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 20:54
af Tyler
Sælir
Ég var að setja upp Windows 7 áðan á tölvunni hjá foreldrunum en er að lenda í því að stýrikerfið frýs öðru hverju og þarf ég að restarta tölvunni þá.
Hafið þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið? Er þetta harði diskurinn, móðurborðið eða eitthvað svoleiðis?
Með von um hjálp.
Kv. Tyler
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 20:57
af Glazier
Varla móðurborð eða hdd ef þetta byrjaði strax eftir að þú settir upp stýrikerfið...
Meiri líkur á að það sé einhver galli í stýrikerfinu eða eitthvað forrit sem þú sóttir eftir uppsetningu sem veldur þessu.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 20:59
af Tyler
Þetta hafði gert nokkrum sinnum í ræsingu á Windows Vista en aldrei þegar tölvan var búin að ræsa sig að fullu.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 21:34
af Legolas
HALLÓ ! við hverju býstu þetta er bara Windows
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 21:55
af Tyler
Geri mér alveg grein fyrir að þetta er Windows. En ég var kannski ekki nógu skýr áðan. Hún frýs á nokkra mínutu fresti.
Hvað með aflgjafann? Gæti þetta tengst honum?
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 22:23
af Glazier
Tyler skrifaði:Geri mér alveg grein fyrir að þetta er Windows. En ég var kannski ekki nógu skýr áðan. Hún frýs á nokkra mínutu fresti.
Hvað með aflgjafann? Gæti þetta tengst honum?
umm varstu að uppfæra einhvern búnað í tölvunni (sem þarf meiri straum en sá sem var fyrir) ?
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Fös 30. Okt 2009 23:14
af Tyler
Nei, engin nýr búnaður. En þegar ég fer að hugsa um þetta þá virðist þetta gerast þegar hún þarf að vinna mikið. Þess vegna datt mér allt í einu í hug aflgjafinn.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Lau 31. Okt 2009 00:03
af Tiger
Er örrinn bara ekki að yfirhitna, gerðist hjá mér þegar ég var með viftuna stillta á lægsta og setti tölvuna í heavy vinnslu, þá slökkti hún bara á sér reglulega, lagaðist um leið og ég lét viftuna kæla betur.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Lau 31. Okt 2009 01:51
af ElbaRado
Ég hef verið að lenda í svipuðu með windows 7 en það kemur blue screen hja mer. Þetta gerist aðalega ef ég er að láta HDD vinna:S eða horfa á þætti.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Lau 31. Okt 2009 15:56
af KermitTheFrog
Reklar?
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Mán 02. Nóv 2009 08:32
af Valdimarorn
Ég er með nýja tölvu og fékk með henni Windows 7. Hún hefur t.d. ekki enn nettengst, og í rauninni það eina sem hefur verið gert við hana var að setja upp Modern Warfare. En hún fór að taka upp á því um helgina að frjósa, þó ekkert væri í gangi. Frekar fúlt sko.
Re: Windows 7 frýs öðru hverju
Sent: Mán 02. Nóv 2009 08:53
af Viktor
Tölvan mín byrjaði að frjósa á random tímum eftir ræsingu, í 3-4 sek í senn og á svona 10 sekúndna fresti. Þetta gerðist hjá mér útaf þráðlausu PCI netkorti, varð að nota snúru.