Windows 7 frýs öðru hverju


Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Tyler » Fös 30. Okt 2009 20:54

Sælir
Ég var að setja upp Windows 7 áðan á tölvunni hjá foreldrunum en er að lenda í því að stýrikerfið frýs öðru hverju og þarf ég að restarta tölvunni þá.

Hafið þið einhverja hugmynd hvað þetta gæti verið? Er þetta harði diskurinn, móðurborðið eða eitthvað svoleiðis?

Með von um hjálp.

Kv. Tyler


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Glazier » Fös 30. Okt 2009 20:57

Varla móðurborð eða hdd ef þetta byrjaði strax eftir að þú settir upp stýrikerfið...
Meiri líkur á að það sé einhver galli í stýrikerfinu eða eitthvað forrit sem þú sóttir eftir uppsetningu sem veldur þessu.


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Tyler » Fös 30. Okt 2009 20:59

Þetta hafði gert nokkrum sinnum í ræsingu á Windows Vista en aldrei þegar tölvan var búin að ræsa sig að fullu.


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Legolas » Fös 30. Okt 2009 21:34

HALLÓ ! við hverju býstu þetta er bara Windows :droolboy


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H


Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Tyler » Fös 30. Okt 2009 21:55

Geri mér alveg grein fyrir að þetta er Windows. En ég var kannski ekki nógu skýr áðan. Hún frýs á nokkra mínutu fresti.

Hvað með aflgjafann? Gæti þetta tengst honum?


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Glazier » Fös 30. Okt 2009 22:23

Tyler skrifaði:Geri mér alveg grein fyrir að þetta er Windows. En ég var kannski ekki nógu skýr áðan. Hún frýs á nokkra mínutu fresti.

Hvað með aflgjafann? Gæti þetta tengst honum?

umm varstu að uppfæra einhvern búnað í tölvunni (sem þarf meiri straum en sá sem var fyrir) ?


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Höfundur
Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Tyler » Fös 30. Okt 2009 23:14

Nei, engin nýr búnaður. En þegar ég fer að hugsa um þetta þá virðist þetta gerast þegar hún þarf að vinna mikið. Þess vegna datt mér allt í einu í hug aflgjafinn.


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Tiger » Lau 31. Okt 2009 00:03

Er örrinn bara ekki að yfirhitna, gerðist hjá mér þegar ég var með viftuna stillta á lægsta og setti tölvuna í heavy vinnslu, þá slökkti hún bara á sér reglulega, lagaðist um leið og ég lét viftuna kæla betur.




ElbaRado
Ofur-Nörd
Póstar: 202
Skráði sig: Mið 16. Mar 2005 15:28
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf ElbaRado » Lau 31. Okt 2009 01:51

Ég hef verið að lenda í svipuðu með windows 7 en það kemur blue screen hja mer. Þetta gerist aðalega ef ég er að láta HDD vinna:S eða horfa á þætti.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 31. Okt 2009 15:56

Reklar?



Skjámynd

Valdimarorn
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mið 14. Okt 2009 11:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Valdimarorn » Mán 02. Nóv 2009 08:32

Ég er með nýja tölvu og fékk með henni Windows 7. Hún hefur t.d. ekki enn nettengst, og í rauninni það eina sem hefur verið gert við hana var að setja upp Modern Warfare. En hún fór að taka upp á því um helgina að frjósa, þó ekkert væri í gangi. Frekar fúlt sko.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7 frýs öðru hverju

Pósturaf Viktor » Mán 02. Nóv 2009 08:53

Tölvan mín byrjaði að frjósa á random tímum eftir ræsingu, í 3-4 sek í senn og á svona 10 sekúndna fresti. Þetta gerðist hjá mér útaf þráðlausu PCI netkorti, varð að nota snúru.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB