Síða 1 af 1
Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 09:39
af Gilmore
Hæ
Ég fór í Tölvutek í gær og ætlaði að pikka upp eintak af W7, en þá var mér tjáð að það hafi aðeins komið örfá eintök til landsins og þeir eru með langan biðlista. En sölumaðurinn sagði að það kæmi innan fárra daga. Samt skrítið eftir allt þetta auglýsinga hype að varan sé svo ekki fáanleg.
Svo var ég að spá með Retail pakkann. Þar sem það fylgja bæði 32 og 64 bita útgáfur, get ég notað það á 2 tölvur? T.d. nota 32 bit á lappann og 64 bit á borðvélina?? Eða er sama leyfið fyrir báðar útgáfurnar? Mér finnst allavega að fyrir þennan pening ætti maður að geta coverað 2 vélar að minnsta kosti.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 09:57
af emmi
Lykilorðið hjá þér þarna er "Hype".
Þú getur bara notað þetta 32/64 bita leyfi á eina tölvu, getur reyndar keypt þér familypack sem inniheldur leyfi á 3 vélar en ég hef ekki séð það í boði hérlendis.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 10:32
af Hargo
Mér var sagt af sölumanni að þú gætir notað þetta á tvær vélar, t.d. 32bita á fartölvuna og 64bita á heimilistölvuna.
Ég reyndar fékk mitt Win 7 gegnum MSDN, það var þannig þar að ég fékk 2 lykla (32 og 64) sem virka báðir. Hef þó ekki getað sannreynt þetta með útgáfurnar sem þú kaupir út í búð, veit ekki hvort orð sölumannsins standast.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 11:02
af emmi
MSDN lyklarnir eru allt annars eðlis, þeir virka á allt að 10 tölvur.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 11:08
af Gilmore
Hvernig virkar þetta MSDN, er sniðugt að kaupa í gegnum það?
Og er einhver línkur sem þið getið bent á?
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 12:20
af gardar
Þú getur fengið Ubuntu 9.10 á morgun
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 12:52
af emmi
MSDN er ætlað fyrir þá sem eru að forrita, aðgangur í MSDN er mjög dýr, $4000-5000 árið. Technet er hinsvegar meira ætlað IT Pros, getur skoðað það á
http://www.technet.com, árið þar kostar að mig minnir $350.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 18:07
af BjarkiMTB
Getur dldað Windows 7 + Windows 7 activator á
http://thepiratebay.org eða eitthversstaðar í dag.
Bara til bráðabirgða of course... Kaupir svo Win 7 seinna þegar þú getur til að þú sért ekki alveg ólöglegur.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Mið 28. Okt 2009 21:05
af Hargo
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Fim 29. Okt 2009 09:40
af start
Það eru nú fleiri verslanir en Tölvutek á landinu!
Nóg til í Start af Home Premium 32/64 pakkanum og Home Premium upgrade pakkanum.
Re: Windows 7 ekki fáanlegt í augnablikinu.
Sent: Fim 29. Okt 2009 09:51
af Gilmore
Takk fyrir það...ég kíki þá þangað.