Síða 1 af 1
Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 14:44
af nighthawk
Er hjá Tal og hef verið að lenda í því að ég fæ rosalega oft connection has timed out, síður endalaust loading eða loadast hálfa leið og stoppa bara. Ógeðslega pirradi.
En, torrent hraði er flawless allan tíman. Veit einhver hvað er í gangi?
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 15:10
af CendenZ
taktu routerinn úr sambandi og bíddu í 5 min, stingdu honum svo aftur í samband og þá er það komið í lag.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:17
af nighthawk
ég vildi að það væri það einfalt en þetta er alltaf svona sama hvað ég geri. Búinn að reyna að slökkva á routernum yfir nóttu og það breytti engu, búinn að reyna firmware update,
búinn að reyna að fikta í stillingum í windows 7 sem ég er með, búinn að reyna að fikta í firefox... ég hef bara ekki hugmynd um hvað er í gangi.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:35
af KermitTheFrog
Ertu kominn eitthvað nálægt limitinu á erlenda gagnamagninu? Ég hef lent í því að Tal byrjar að cappa mig nálægt 70GB
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:38
af binnip
Þótt þeir væru búnir að cappa hann væri hann ekki svona rosalega hægur á netinu. En allavega, hringdu trylltur niður í tal.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:49
af nighthawk
nei málið er að hraðinn á torrent er eins og tengingin bíður uppá, ég er ekki nálægt limitinu. Það eru bara netsíður sem hegða sér svona,
þetta er meira eins og latency köfnun, á rosalega erfitt með að finna síður heldur en að actually hlaða efninu. Það er allt í lagi með hraðann.
btw, ég er með limit á utorrent þannig torrent er ekki að einkanota hraðann.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:51
af ElbaRado
Eru líka íslenskar síður hægar? hef lent í þessu hja vodafone að allt erlent er rosalega hægt en allt íslenskt er í fínu lagi. Samt átti eg alveg 15gb eftir af erlenda gagnamagninu. Hringdi i 1414 og hann sagðist ætla að opna fyrir ip töluna aftur og það lagaðist.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 16:55
af nighthawk
allar síður, þegar ég er búinn að nota ákveðnar síður í einhvern tíma þá verður þetta allt í lagi en það er örugglega bara útaf því að mesta efnið er búið að hlaðast inná harða diskinn.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 17:01
af ElbaRado
Hringdu bara í þjónustuver Tals og láttu þá hjálpa þér með þetta.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 17:11
af Carc
Hvernig router eru þeir að skaffa þér?
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 17:13
af nighthawk
zyxel P-660HW-D1
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 22:03
af Aimar
spurning um að prufa annan netvafrara...
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Þri 27. Okt 2009 23:19
af nighthawk
tried it.. didn't work
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Mið 28. Okt 2009 00:09
af starionturbo
Sama í gangi heima hjá mér.
Við erum hjá símanum með ADSL over ISDN, SpeedTouch 585 firmware 5.3.3.5, þetta er búið að vera svona í minnsta kosti eitt ár ef ég man rétt.
Latency/Ping alltof slow, download sæmilegur. ~900kbps
Það er búið að prufa mest allt basic dæmi, margar tölvur, kveikt/slökt á netsjónvarpinu, xp, vista, win7, slökkva/kveikja router, reseta router, update-a firmware.
Er að smíða mér núna router með pfsense og sjá hvort ég geti pungað út betra ping, en mitt gisk er að símalínurnar séu einfaldlega mjög lélegar, en þá ætti download hraðinn ekki að skila sér alveg í gegn right ?
Séns á að einhver viti hvað geti verið að ? Router drasl eða símalínur drasl, eða ISDN drasl eða hvað ?
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Mið 28. Okt 2009 00:38
af Carc
Það er eitt á ST 5.3.3.5 sem þú telur ekki upp er "Web Browsing Interception" sem er stilling til vandræða. Finnur hana undir: Speedtouch -> Configuration -> Configure (uppi í hægra horni) -> Disable. Síðan er það Apply. Þetta er þó bara að hafa áhrif á http umferð.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Mið 28. Okt 2009 08:44
af gardar
Hvernig hegðar netið sér þegar þú slekkur á torrent og ert bara með vafrann í gangi? Eru vefsíður ennþá skíthægar?
Ég sá að þú talaðir um að vera með hraðatakmarkanir í µtorrent, það getur verið að það sé ekki nóg ef línan þín nær ekki að bera fullan hraða.
Nefni sem dæmi að kannski ræður hún bara við 8mbit þótt þú sért með 12mbit tengingu, það gagnast því lítið að takmarka hraðann á torrent forritinu við 8mbit.
Ég myndi allavega byrja á því að hringja niður í netþjónustufyrirtækið og láta þá mæla línuna hjá þér.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Fös 30. Okt 2009 11:02
af akarnid
Hljómar nú eins og þú sért að choke-a routerinn með of mörgum open og half-open connections. Er þetta alltaf svona þegar þú ert með torrent í gangi? Hvað gerist ef þú slekkur algerlega á torrentum á heimilinu eina kvöldstund og browsar like the wind? Er þetta ennþá þannig?
Sp. um að takmarka fjölda peers í torrent clientnum. Það þarf ekkert að hafa það unlimited. 100 er t.d. fínt.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Fös 30. Okt 2009 11:33
af Blitzkrieg
Það er sama vandamál hjá mér. Netið er alltaf agalega slow en download fljótt. Það sem er að hjá mér er það að það er ég er með 12 Mb hraða en á línunni frá töflunni sem er heima hjá mér og í routerinn er ekki nema 8 Mb tenging. Ég myndi láta menn frá Mílu koma og mæla heima hjá þér og athuga hvað er að. Ef það er ekkert sem ég var að lýsa áðan þá er það bara router eða þú ert bara ekkert að fá þann hraða sem þú borgar fyrir (Getting F'd in the A)
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Lau 31. Okt 2009 01:30
af nighthawk
akarnid skrifaði:Hljómar nú eins og þú sért að choke-a routerinn með of mörgum open og half-open connections. Er þetta alltaf svona þegar þú ert með torrent í gangi? Hvað gerist ef þú slekkur algerlega á torrentum á heimilinu eina kvöldstund og browsar like the wind? Er þetta ennþá þannig?
Sp. um að takmarka fjölda peers í torrent clientnum. Það þarf ekkert að hafa það unlimited. 100 er t.d. fínt.
utorrent er default 100 peers per torrent, en torrent hefur engin áhrif. Þetta virðist hafa lagast af sjálfum sér.
Kannski er búnaðurinn hjá þjónustunni eitthvað í ruglinu. Svo er deal breaker næstu mánaðamót hjá Tal,
eru að fara að lækka niðurhal úr 80gb í 60gb á mánuði án þess að breyta verðinu.
Re: Síður lengi að opnast óháð hraða
Sent: Mið 16. Des 2009 00:35
af starionturbo
Carc skrifaði:Það er eitt á ST 5.3.3.5 sem þú telur ekki upp er "Web Browsing Interception" sem er stilling til vandræða. Finnur hana undir: Speedtouch -> Configuration -> Configure (uppi í hægra horni) -> Disable. Síðan er það Apply. Þetta er þó bara að hafa áhrif á http umferð.
Takk fyrir þetta, það virkaði mjög fínt.
Fór einmitt að skoða þetta, hardwareið í 585 5335 er svo fucking ömurlegt að það ræður ekki við að filtera svona mikla traffík.
Þetta er í lagi ef það er bara http traffic í gangi, þetta fór að deyja um leið og maður opnaði torrent, sem þýðir að hún filterar greynilega alla traffík.
tekur svo http packets og vinnur út frá því.