Síða 1 af 1
Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 20:18
af coldone
Er nýbúinn að fá ljósleiðaratengingu hjá Vodafone. Hef eina spurningu um erlent niðurhal; er uphalið á torrent forritum talið sem erlent niðurhal (það sem fer til útlanda)?
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 20:20
af zlamm
Ég hef ekki tekið eftir því, þannig að nei, ég held ekki.
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 20:32
af CendenZ
coldone skrifaði:Er nýbúinn að fá ljósleiðaratengingu hjá Vodafone. Hef eina spurningu um erlent niðurhal; er uphalið á torrent forritum talið sem erlent niðurhal (það sem fer til útlanda)?
hvaða hraða færðu á speedtest?
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 20:52
af coldone
Á íslenska serverinn er ég að fá :
Var með utorrent opið hér en aðeins 100kB/s í upload ekkert í download.
Hér er utorrent ekki opið.
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 21:03
af coldone
Annars er ég að sjá að upphalið er að telja, í það að minnsta ef horft er á niðuhal á síðu Vodafone, en ég hef ekkert verið að niðurhala þann tíma sem ég gerði mína könnun (3 klukkutímar). Ekkert kom þessa 3 tíma sem ég var með slökkt á utorrent. Kveikti síðan á utorrent með 100kB/s í upphal í 1,5 tíma og mér sýndist það telja 1/3 af upphalinu sem erlent niðuhal.
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 21:32
af CendenZ
já, ég fæ nefnilega ekkert svona mikin hraða
fæ þetta innlent
og þetta til london
Ég hefði haldið að maður fengi meiri hraða, er með 50 Mb ljósleiðarapakkan hjá vóda, nýbúinn að fá hann svo ekkert capp í gangi.
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 21:53
af coldone
Fékk þennan hraða til og frá London
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Lau 24. Okt 2009 23:22
af oskarom
ég er með 50mbit pakkann hjá voda líka
er að fá þetta á íslenska
og þetta á London
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Sun 25. Okt 2009 21:20
af coldone
Tók líka eftir því að utorrent er farið að haga sér öðruvísi eftir að ljósleiðarinn var tengdur, þ.e. þó ekkert sé verið að niðurhala þá telur hann inn niðurhal. Var líka örlítið þegar ég var með adsl tenginguna en nú er þetta orðið miklu meira. 4 klukkutímar í dag með utorrent í gangi með upphal á 100 kB/s gaf mér 110MB í niðurhal. Tek það fram að það var ekkert verið að nota tölvuna á meðan. Finnst það svolítið mikið. Ef maður gróf reiknar þetta og segjum að torrentið væri í gangi 24/7 í heilan mánuð þá væri þetta u.þ.b. 600MB á sólarhring eða 18GB á mánuði. Þetta reiknast með 100kB/s upphal en mig grunar ef það væri meira myndi þetta eitthvað breytast og magnið aukast. Hvað haldið þið um þetta?
Re: Erlent niðurhal á Vodafone Ljós
Sent: Sun 25. Okt 2009 21:52
af emmi
Ef þú ert að upphala þá ertu alltaf að niðurhala líka, CRC error checking og slíkt. Minnir að formúlan sé að fyrir hver 5GB sem þú upphalar þá er 1GB niðurhal á móti.