Síða 1 af 2
Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 14:23
af GGG
Ég er með Vista Home Premium 64 bita, er það þess virði að uppfæra, hvað er maður að græða
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 14:36
af JohnnyX
ég persónulega hata vista vegna þess að það er svo þungt í keyrslu og mikið af böggum í því. Mér finnst W7 miklu notendavænna og auðveldara í keyrslu sbr. ég er að ná að keyra W7 á lappanum mínum sem er 5 ára án laggs.
Persónulega myndi ég upgrade-a
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 15:11
af Frost
Upgrade þú munt ekki sjá eftir því.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 16:05
af rottuhydingur
ÉG HATA VISTA ! ég var með vista í tölvunni , svo nuna þegar ég fékk mer betuna af win7 þá langar mer að drepa hann sem fann uppá vista - WINDOWS 7 ALL THE WAY ! BEST BEST
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 16:48
af GuðjónR
Það borgar sig í öllum tilfellum að uppfæra úr Vista.
Vista er sorp!
Ég myndi "uppfæra" úr Vista í XP ef ég hefði ekki völ á win7.
Win7 er klárlega það besta sem hefur komið frá M$ hingað til.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 17:39
af Nothing
GuðjónR skrifaði:Það borgar sig í öllum tilfellum að uppfæra úr Vista.
Vista er sorp!
Ég myndi "uppfæra" úr Vista í XP ef ég hefði ekki völ á win7.
Win7 er klárlega það besta sem hefur komið frá M$ hingað til.
Satt er það, er búinn að nota vista í sirka 2 mánuði og þetta er bara æðislegasta windows kerfi sem ég hef notað.
Munt
ALLS ekki sjá eftir því að fara í Win7
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 18:34
af Gúrú
Nothing skrifaði:GuðjónR skrifaði:Það borgar sig í öllum tilfellum að uppfæra úr Vista.
Vista er sorp!
Satt er það, er búinn að nota vista í sirka 2 mánuði og þetta er bara æðislegasta windows kerfi sem ég hef notað.
Mótsögn? Eða illa mótuð setning?
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 18:45
af kazgalor
Hiklaust uppfæra. Windows 7 ber höfuð herðar hné og tær yfir vista.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 19:29
af GGG
hehe þetta er greinilega einfalt mál, fer á morgun og kaupi Win7 uppfærslu
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 19:34
af GGG
er þetta ekki það sem ég á að kaupa þá:
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2650til að upgrade-a úr Vista?
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 19:37
af Orri
Jú
Ef þú vilt Home Premium þeas.
Skoðaðu muninn hér :
http://www.w7.is/Hvada-utgafa-hentar-mer/
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 19:43
af GGG
Orri skrifaði:GGG skrifaði:er þetta ekki það sem ég á að kaupa þá:
<span><a linkindex="67" href="http://start.is/product_info.php?cPath=70_71&products_id=2650" class="smarterwiki-linkify">http://start.is/product_info.php?cPath=70_71&products_id=2650</a></span>
til að upgrade-a úr Vista?
Jú
Ef þú vilt Home Premium þeas.
<span>Skoðaðu muninn hér : <a linkindex="68" href="http://www.w7.is/Hvada-utgafa-hentar-mer/" class="smarterwiki-linkify">http://www.w7.is/Hvada-utgafa-hentar-mer/</a></span>
Já mér sýnist ég ekki þurfa neitt af þessu sem er í pro eða ultimate útgáfunum, en plz correct me if I´m wrong
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 19:58
af GuðjónR
Win7 er eiginlega það fyrsta sem er þess virði að kaupa frá M$.
Solid gæði.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 21:17
af Blackened
Ok ég veit ekki á hvaða vélbúnaði menn hafa verið að keyra Vista á.. en keyrði Vista x64 í 2 ár áður en ég skipti því út fyrir W7 x64 um daginn..
..og ég get ekki sagt að ég finni allann mun í heimi.. vista var aldrei með nein leiðindi við mig og alltaf frekar smooth.. alveg eins og Win7 í dag..
í daglegri notkun finn ég lítinn mun
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 21:37
af depill
GuðjónR skrifaði:Win7 er eiginlega það fyrsta sem er þess virði að kaupa frá M$.
Solid gæði.
Agreed. Windows 7 finnst mér bara algjör draumur í dós. Fyrir utan það að hún skiptir alltaf í Windows 7 Basic þegar ég keyri í Java applet, annars OSSOM.
Já en einhver þarf að tala við M$ og athuga með þennan family pack fáranlegt að hann fáist ekki hérna heima. ( Ég er í HÍ með MSDN AA og er þess vegna löngu kominn með löglegt W7 Pro )
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Þri 20. Okt 2009 23:20
af lukkuláki
GGG skrifaði:hehe þetta er greinilega einfalt mál, fer á morgun og kaupi Win7 uppfærslu
Hardly
Það er ekki til sölu á morgun, heldur hinn
Eins og aðrir þá elska ég þetta. Örugglega mesta snilld sem komið hefur frá M$
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 14:44
af armann
Já ég myndi uppfæra.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 14:48
af tolli60
en er þörf á að uppfæra úr xp í win7?
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:05
af hagur
Þörf og ekki þörf .... ég var að uppfæra úr XP upp í W7 Ultimate 64 bit bara núna í vikunni og sé ekki eftir því. Gerði það aðallega samt bara fyrir forvitnissakir. XP var að virka skínandi vel fyrir mig en er bara orðið svo old fashioned eitthvað. Vista er drasl sem ég var aldrei hrifinn af. W7 aftur á móti virkar alveg hrikalega solid og smooth og ekki skemmir lookið fyrir.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:06
af biggi1
og hvernig er með drivera og forrit? keyrir þetta allt?
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:16
af armann
biggi1 skrifaði:og hvernig er með drivera og forrit? keyrir þetta allt?
Keyrir allt hjá mér, prentara/myndavélar/hljóðkortið og annað ekki lent í neinu veseni er að nota X64.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:33
af hagur
Ég hef ekki lent í neinu veseni með hugbúnaðar-incompatibilities.
Fann reyndar ekki W7 drivera fyrir HP Laserjet 1018 prentara í gær, en þá prófaði ég bara að sækja 64 bita Vista drivera í staðinn og þeir svínvirka.
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:49
af fantis
Verð að segja ef þú ert með eldri typu af örgjörva finnur helvíti mikinn mun á vista og win7. Uppfærði fartölvuna um daginn og þetta var allt annað líf.
Eins sem ég hef lenti í er driverar fyrir skjákort hjá Nvidia.Nvidia control panel virkar ekki en gat notað Nhancer til að breyta um stillingar.
Er með ATI HD4850 og uppfærði í vista í dag. algjör draumur. Allir driverarnir installaðir og ekki eitt einasta vandamál * 2 thumbs up fyrir win7*
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 15:55
af GGG
Hvar get ég keypt upgrade úr Vista í Win7
Búinn að athuga 4-5 tölvubúðir og enginn með upgrade í home premium...
Re: Windows 7 - borgar sig að uppfæra úr Vista?
Sent: Fim 22. Okt 2009 16:21
af Victordp
GGG skrifaði:Hvar get ég keypt upgrade úr Vista í Win7
Búinn að athuga 4-5 tölvubúðir og enginn með upgrade í home premium...
Sá það í tölvuvirkni