Síða 1 af 1

Hægt að komast inná síðu sem er lokuð bakvið proxy?

Sent: Mán 19. Okt 2009 21:17
af DoofuZ
Í vinnunni er ákveðin síða sem er bara opin fyrir þá sem eru að nota tölvu sem er tengd við netið í vinnunni þar sem allar tölvur tengjast í gegnum proxy. Er einhver séns að komast inná síðuna utan vinnunar? Get ég t.d. einhvernveginn notað eitthvað forrit sem lætur líta út fyrir að ég sé að tengjast í gegnum sama proxy og er notaður í vinnunni? :-k

Re: Hægt að komast inná síðu sem er lokuð bakvið proxy?

Sent: Mán 19. Okt 2009 22:44
af max567
Getur prófað eða taka proxyið af.

Mozilla.- Verkfæri-valkostir- ítarlegt-netkerfi-stillingar-enginn staðgengill.
[color=#804080]Internet Explorer[/color]. - Tools-Internet options-Connections-Lan settings og krossa úr neðsta kassanum.

Síðan gera það samt þegar þú kemur í vinnuna, nema bara krossa í það sem þú krossaðir úr.

Re: Hægt að komast inná síðu sem er lokuð bakvið proxy?

Sent: Mán 19. Okt 2009 22:57
af depill
hmm reverse SSH tunnel ? Geturðu sshað þig út frá vinnunna. Og svo virkar GoToMyPc svo sem líka...

Re: Hægt að komast inná síðu sem er lokuð bakvið proxy?

Sent: Þri 20. Okt 2009 00:06
af DoofuZ
Já, datt svosem í hug að reverse SSH tunnel væri einn möguleiki, hef prófað það með vnc sem virkar vel en að skoða netið í gegnum göngin og þannig í gegnum proxy þjóninn sem er notaður í vinnunni virtist þá vera eitthvað flóknara :? Væri æði ef ég gæti fengið einfaldar leiðbeiningar yfir það hvernig best er að gera það, veit amk. að fyrst að vnc virkaði þá ætti proxy surf í gegnum vinnuna að virka, rétt? :-k

Og max567, þú ert ekki alveg að skilja hvað ég er að spyrja um en takk samt fyrir viðleitnina ;)

Re: Hægt að komast inná síðu sem er lokuð bakvið proxy?

Sent: Mið 28. Okt 2009 18:31
af BjarkiMTB
DoofuZ skrifaði:Já, datt svosem í hug að reverse SSH tunnel væri einn möguleiki, hef prófað það með vnc sem virkar vel en að skoða netið í gegnum göngin og þannig í gegnum proxy þjóninn sem er notaður í vinnunni virtist þá vera eitthvað flóknara :? Væri æði ef ég gæti fengið einfaldar leiðbeiningar yfir það hvernig best er að gera það, veit amk. að fyrst að vnc virkaði þá ætti proxy surf í gegnum vinnuna að virka, rétt? :-k

Og max567, þú ert ekki alveg að skilja hvað ég er að spyrja um en takk samt fyrir viðleitnina ;)


Ég notaði Putty ( http://www.chiark.greenend.org.uk/~sgta ... nload.html ) til að gera akkúrat það sem þú ert að reyna. Ég tengdist eitthverneginn í gegnum heimasíðu sem vinur minn á. Er ekki expert SSH-ari þannig ég á frekar erfitt með að útskýra hvað ég gerði. :?