Besta leiðin til að nálgast media-gögn á heimatölvunni?
Sent: Mið 14. Okt 2009 18:29
Daginn
Ég er að vandræðast með hvernig er best að setja upp gagnaserver heima til að geta nálgast öll gögnin þegar maður er á flakki. Ég er búinn að setja upp góða mediavél heima (keyrir xp pro) sem geymir allt efni hjá mér (tónlist, myndir, kvikmyndir o.s.frv.) og ég er með ljósleiðaratengingu (50 mbit ljós frá vodafone - 50 mbit upp/niður). Með hverju er best að tengja sig inn á vélina til að nálgast gögnin (bæði streymi og download)?
Ég hef ekki mjög mikla þekkingu á þessu en hef þó prufað að fikta mig áfram með ýmislegt, t.d. leaf, remobo o.fl. sem eru snilldarforrit en ég er ekki nógu sáttur við hraðann (prufaði einnig logmein prufuaðgang og fékk tvöfalt meiri download hraða í gegnum það en af leaf og remobo - verst að það kostar). Ég var t.d. að prufa að streyma frá vélinni á 8 mbit tengingu hjá systur minni og það hökti allt videostreymi (700 mb skrá) auk þess sem mér fannst downloadið á efninu mínu ekki nógu hratt.
Það sem ég vil gera er að þegar ég er á ferðinni þá vil ég geta streymt efni af vélinni sem og downloadað efni af heimavélinni á mesta mögulega hraða (sem og gefið fjölskyldunni aðgang inn á ákveðna foldera á vélinni). Því spyr ég, hvað er best að gera og hvað eru menn almennt að nota? VPN tenging? FTP? Sérstök forrit eins og Leaf eða Remobo? Eitthvert http setup? Eitthvað annað? Er að leita mér að einhverju ókeypis.
Einnig væri gott að vita hvað hin nettengingin þarf að vera að lágmarki til að geta tekið á móti streyminu? Er ég ekki alltaf að senda á 50 mbit að heiman eða þarf ég mögulega að stilla það eitthvað?
Vona að einhver geti aðstoðað mig...endilega varpið fram spurningum ef þið þurfið einhverjar frekari upplýsingar.
Ég er að vandræðast með hvernig er best að setja upp gagnaserver heima til að geta nálgast öll gögnin þegar maður er á flakki. Ég er búinn að setja upp góða mediavél heima (keyrir xp pro) sem geymir allt efni hjá mér (tónlist, myndir, kvikmyndir o.s.frv.) og ég er með ljósleiðaratengingu (50 mbit ljós frá vodafone - 50 mbit upp/niður). Með hverju er best að tengja sig inn á vélina til að nálgast gögnin (bæði streymi og download)?
Ég hef ekki mjög mikla þekkingu á þessu en hef þó prufað að fikta mig áfram með ýmislegt, t.d. leaf, remobo o.fl. sem eru snilldarforrit en ég er ekki nógu sáttur við hraðann (prufaði einnig logmein prufuaðgang og fékk tvöfalt meiri download hraða í gegnum það en af leaf og remobo - verst að það kostar). Ég var t.d. að prufa að streyma frá vélinni á 8 mbit tengingu hjá systur minni og það hökti allt videostreymi (700 mb skrá) auk þess sem mér fannst downloadið á efninu mínu ekki nógu hratt.
Það sem ég vil gera er að þegar ég er á ferðinni þá vil ég geta streymt efni af vélinni sem og downloadað efni af heimavélinni á mesta mögulega hraða (sem og gefið fjölskyldunni aðgang inn á ákveðna foldera á vélinni). Því spyr ég, hvað er best að gera og hvað eru menn almennt að nota? VPN tenging? FTP? Sérstök forrit eins og Leaf eða Remobo? Eitthvert http setup? Eitthvað annað? Er að leita mér að einhverju ókeypis.
Einnig væri gott að vita hvað hin nettengingin þarf að vera að lágmarki til að geta tekið á móti streyminu? Er ég ekki alltaf að senda á 50 mbit að heiman eða þarf ég mögulega að stilla það eitthvað?
Vona að einhver geti aðstoðað mig...endilega varpið fram spurningum ef þið þurfið einhverjar frekari upplýsingar.