Síða 1 af 1

Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Mið 14. Okt 2009 14:53
af dnz
Er að reyna að nota LAN snúru til að tengja tölvuna við netið en þegar ég tengi snúruna í routerinn þá kemur ljósið og slökknar strax aftur og gerir það aftur og aftur en nær aldrei að tengjast. Ég er búinn að fá nýjann router, fékk nýjan útaf þessu snúruvandamáli en svo komst ég að því að þetta er ekki routerinn. Ég er búinn að prófa 3 mismunandi tölvur og 3 lan snúru. Veit e-h hvað er að?

Er með Zyxel Prestige 600 router og 4mb tengingu hjá TAL

Re: Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Mið 14. Okt 2009 15:00
af Gúrú
Þú semsagt: Disablar wireless
Stingur snúrunni í routerinn (rétt port, merkt 1-4), svo í innbyggða netkortið á móðurborðinu, það kemur ljós á bæði router port ljósið (1-4) og á netkortinu en svo slökknar það og kveiknar aftur og aftur.
Þú enablar local area connection og þá heldur það samt bara áfram? Hvað færðu á skjáinn?
Eða nær þetta bara alls ekkert að tengjast?

Re: Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Fim 15. Okt 2009 12:36
af dnz
Gúrú skrifaði:Þú semsagt: Disablar wireless
Stingur snúrunni í routerinn (rétt port, merkt 1-4), svo í innbyggða netkortið á móðurborðinu, það kemur ljós á bæði router port ljósið (1-4) og á netkortinu en svo slökknar það og kveiknar aftur og aftur.
Þú enablar local area connection og þá heldur það samt bara áfram? Hvað færðu á skjáinn?
Eða nær þetta bara alls ekkert að tengjast?


Þetta er semsagt að tengjast en svo missir routerinn tenginguna við snúruna bara strax aftur og heldur þannig áfram aftur og aftur. Nær aldrei fullri tengingu í gegnum lan, dettur bara út á 3 sek fresti

Re: Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Fim 15. Okt 2009 19:17
af steinbíturinn
Ef að þetta er gamli 660 hw-61 routerinn frá zyxel þá er ekkert ólíklegt að lan portin séu orðin lúin :)

Re: Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Fim 15. Okt 2009 21:19
af dnz
steinbíturinn skrifaði:Ef að þetta er gamli 660 hw-61 routerinn frá zyxel þá er ekkert ólíklegt að lan portin séu orðin lúin :)

Nýbúinn að fá annan, sama vandamál með báða

Re: Get ekki tengst í gegnum LAN Snúru

Sent: Fim 15. Okt 2009 22:21
af hagur
Ef að þú ert búinn að skipta út routernum, skipta út snúrunni OG prófa á fleiri en einni tölvu, þá er nú ekki mikið eftir ...

Annaðhvort eru allir routerarnir/snúrurnar/tölvurnar sem þú ert búinn að prufa gallaðar eða þá að það eru einhver yfirskilvitleg fyrirbæri á sveimi heima hjá þér sem koma í veg fyrir eðlilega nettraffík :-)