Hjálp við netkerfi

Skjámynd

Höfundur
Krissinn
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Reputation: 1
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Hjálp við netkerfi

Pósturaf Krissinn » Fim 01. Okt 2009 00:22

Ég er með Leið 2 hjá Símanum og nota Linksys WAG200G router og er með 8 tölvur, þar af eru 3 fartölvur og mér finnst netið vera svolítið hægt að vinna hjá mér. Það eru 2 borðtölvur tengdar beint í routerinn og 2 í gegnum 5 porta swicth og svo er ég einnig með Linksys NAS en það er tengt í 8 porta Switch ásamt 1 borðtölvu. Get ekki verið með einn Switch þar sem einn er á neðri hæð (þessi sem 2 tölvur tengjast í) og hinn switch-inn er á sama stað og routerinn. Svo er ég með 2 heimasíma og eru báðir með símsíu sem virkar. Það eru 3 tölvur sem utorrent er í. Svo eru 2 tölvur með CS og þær eru báðar tengdar 5 porta switch-inum auk þess er önnur þeirra með utorrent. Og Þegar CS er spilaður þá er ekki hægt að hafa kveikt á utorrent á meðan því þá laggar svo mikið í CS. Hinar 2 sem nota utorrent eru báðar tengdar í routerinn. Vill reyna að laga þetta til að fá meiri hraða. Get hugsanlega ekki fengið mér stærri pakka hjá Símanum þar sem ég bý ekki á Ljósleiðarasvæði og ég prófaði leið 3 hjá Símanum en það var ekki að virka, netið datt alltaf út á klukkutíma fresti. Hvað get ég eiginlega gert? skipta um símdós, símalínuna inní húsinu? Mér var reyndar sagt að hún er gömul en þar sem þetta hús var einu sinni notað undir skrifstofu-rekstur þá er ég ekki alveg að trúa því að það hafi ekki verið lagað til þá. Reyndar var engin kapall úr inntakinu og í dósina (inntakið er niðri kjallara og dósin uppi) En það kom maður og tengdi það saman. En ég bið ykkur um hjálp :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við netkerfi

Pósturaf Gúrú » Sun 04. Okt 2009 16:32

Það getur ENGIN ADSL tenging verið með uTorrent í gangi við CS spilun...
Í raun kemur ekkert þarna mér á óvart... þú ert með 8 tölvur á drasl, budget router :/


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við netkerfi

Pósturaf ManiO » Sun 04. Okt 2009 16:51

Netleikir og niðurhalsforrit eru ekki vinir.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."