Síða 1 af 1

Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 20:32
af GTi
Ég er að fara að leigja og vil borga sem minnst fyrir mest. :)

Ég er ekki að fara spila netleiki.
Ég þarf ekki mikinn hraða. (en samt a.m.k. 2mb/s)
En ég vil geta downloadað miklu. (helst erlendis)

Hjá hvaða fyrirtæki og hvaða pakka ætti ég að taka?

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 21:20
af stefan251
síminn hefur reynst mér alltaf best alltaf viðbúnir að hjálpa mér
http://www.siminn.is/einstaklingar/neti ... minn#form3 leið númer 2 eða 3

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 21:23
af Hj0llz
Síminn verður svakalega leiðinlegur svona frá 20usta hvers mánaðar...mín reynsla allavega

Er samt ennþá hjá símanum

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 21:30
af Vectro
Klárlega Síminn.

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 21:50
af coldcut
Eruði ekki að grínast eða? Maðurinn fær sér að sjálfsögðu ljósleiðara frá Vodafone ef það er búið að leggja hann í íbúðina!

http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 21:59
af andr1g
Ef þú vilt fá sem mest fyrir lítið myndi ég skoða pakkana frá Tal

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 22:20
af GTi
coldcut skrifaði:Eruði ekki að grínast eða? Maðurinn fær sér að sjálfsögðu ljósleiðara frá Vodafone ef það er búið að leggja hann í íbúðina!

http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari

Djöfull lýst mér vel á þetta! Vissi ekki að ljósleiðaratengingar væru svona ódýrar.
Ég skrifaði inn staðsetninguna á íbúðinni:

vodafone.is skrifaði:Get ég tengst?
Húsið er tengt með ljósleiðara og endabúnaður uppsettur.


En nú er ég ekki alveg viss hvernig þetta virkar... Það sem ég er að fara leigja er lítið hús í bakgarðinum hjá fólki.
Ætli þetta sé ekki örugglega líka uppsett þar eða þarf að gera þetta í hverju síma-inntaki fyrir sig?

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 22:41
af andr1g
Manst að það er verðskrá + 2.390 sem gagnaveitan rukkar, en aftur á móti geturu þá sleppt við að greiða 1.000-1.500kr fyrir heimasíman

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Lau 26. Sep 2009 22:52
af GTi
andr1g skrifaði:Manst að það er verðskrá + 2.390 sem gagnaveitan rukkar, en aftur á móti geturu þá sleppt við að greiða 1.000-1.500kr fyrir heimasíman


Þannig að ef ég tek "Flotta Netið" á 3.690kr þyrfti ég að borga 2.390kr fyrir gagnaveitu? (6.080kr)
Þá er þetta ekki alveg eins flott og ég var farinn að ímynda mér. Hehe.

En ef að ég myndi ekki taka heimasíma, sem ég hef ekkert að gera við, gæti ég þá reiknað með því að borga 1.000 - 1.500 kr minna?

Held að ég setji sem max budget per/mánuð c.a 5000. Helst minna. En ég þarf enganveginn allan þennan hraða sem ljósleiðarinn býður, en hann er náttúrulega stór plús.

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Sun 27. Sep 2009 01:05
af andr1g
T.d Tal bjóða ekki á net án heimasíma, þá þarftu að taka heimasíma þar á 1.390.

Vodafone selja net án heimasíma

http://www.vodafone.is/internet/adsl

"Flotta netið, Ofurnetið og stærsti pakkinn eru einnig í boði án heimasíma á sama verði. "

Ef þú tækir Net + HS hjá Tal þá ertu að greiða c.a sama verð og fyrir Net hjá Voda þannig það kæmi eflaust svipað út.

Re: Besta netþjónustan.

Sent: Mið 30. Sep 2009 20:28
af akarnid
GTi skrifaði:
coldcut skrifaði:Eruði ekki að grínast eða? Maðurinn fær sér að sjálfsögðu ljósleiðara frá Vodafone ef það er búið að leggja hann í íbúðina!

http://www.vodafone.is/internet/ljosleidari

Djöfull lýst mér vel á þetta! Vissi ekki að ljósleiðaratengingar væru svona ódýrar.
Ég skrifaði inn staðsetninguna á íbúðinni:

vodafone.is skrifaði:Get ég tengst?
Húsið er tengt með ljósleiðara og endabúnaður uppsettur.


En nú er ég ekki alveg viss hvernig þetta virkar... Það sem ég er að fara leigja er lítið hús í bakgarðinum hjá fólki.
Ætli þetta sé ekki örugglega líka uppsett þar eða þarf að gera þetta í hverju síma-inntaki fyrir sig?


Ef þetta er eitthvað bakhús sem þú ert að fara að leigja þá þarf eflaust að fá mann til að tengja ljósið þar inn. Gagnaveitan afhendir bara ljósið í inntak (venjulega á sama stað og rafmagn og símalögn kemur inn) Þeir tengja svo þetta Telsey box og bora fyrir Ethernet kaplinum eða hvað það er sem þarf að gera. En það er örugglega smá maus að fá þetta í eitthvað bakhús. Tjékkaðu á því þegar þú talar við Voda eða Tal út af þessu.