Síða 1 af 1

[Tip]Taktu backup af / auðveldlega!

Sent: Lau 20. Des 2003 00:12
af Voffinn
Er að bíða eftir að backup sem ég var að gerast fari yfir á lappann yfir þráðlausanetið og þá datt mér í hug að setja saman smá tip handa ykkur :) Þetta er nú ekki flókið en getur verið gott fyrir ykkur að hafa þetta við hendina.

Við ætlum að nota tar í þetta (keep it as simple as possible) og ég ætla að þjappa þessu með bzip2.

Best væri að byrja á að færa sig á annað partion eða disk sem við erum með mountuð, í mínu tilfelli er ég með aukadisk mountaðan á /storc.

Kóði: Velja allt

cd /storc/Backups/


Þar skulum við búa til skrá sem heitir tar.exclude.

Kóði: Velja allt

touch tar.exclude && nano -w tar.exclude


Getiði notað ykkar uppáhalds editor í þetta, en passiði ykkur á því ef þið notið nano að hann býr til ' ' í neðstu línuna (verður til auð lína neðst). Þetta veldur vandamálum seinna meir ef þetta er.
Skrána tar.exclude notum við til að skilgreina hvað við viljum ekki að komi í backupið okkar. Ég vill t.d. ekki taka backup af öllum diskunum mínum sem ég er með mountaða og skilgreini þá þarna ásamt fleiru. Þetta skuluði laga að ykkar þörfum.

Kóði: Velja allt

/mnt
/usr/src
/usr/portage/
/var/tmp
/tmp
/proc
/storc
/stord


Svo þegar þetta er tilbúið og við erum 100% á því að við erum ekki að taka eitthvað sem við viljum ekki þá getum við haldið áfram.

ATH! Það er hægt að minnka þetta til að taka bara /etc og /home, þá þurfiði bara að skilgreina allar hinar möppurnar í tar.exclude.

Kóði: Velja allt

tar --exclude-from=tar.exclude --create --verbose --bzip2 --same-permissions --file=backup.tar.bz2 /*


Þegar ég pæli í því aftur, þá er kannski ekki rosalega sniðugt að bakaup í bzip2, ætlaði að opna þetta á einni windows vélinni hérna og winrar er bara að kúka á sig... :( þá notum við bara:

Kóði: Velja allt

tar --exclude-from=tar.exclude --create --verbose --same-permissions --file=backup.tar.bz2 /*


Þetta býr til bzip2aðan tarbolta af því sem þið viljið. Þægilegt að eiga svona og væri hægt að smíða smá scriptu í kringum þetta ef menn hafa kunnáttu í það og setja það í cron.

Þangað til næst. :D

Sent: Lau 20. Des 2003 17:56
af tms
Og þá vitum við það :)
Er annars ekki hægt að bua til tar.include file sem tekur bara það sem stendur þar t.d. ?

Sent: Lau 20. Des 2003 18:37
af Voffinn
Hmm, sé það ekki í fljótu bragði, kíktu á tar --help eða bara tar --exclude-from=tar.exclude --create --verbose --same-permissions --file=backup.tar.bz2 /mappa1 /mappa2 /mappa3 etc.