Síða 1 af 1

Bootdiskur sem getur t.d. keyrt SpeedFan?

Sent: Lau 19. Sep 2009 13:56
af DoofuZ
Það er tölva í vinnunni sem mig langar að prófa að keyra SpeedFan eða einhver svipuð forrit á en eini aðgangurinn sem er opinn á henni er Guest, þetta er tölva sem er staðsett þar sem er svoldið heitt :roll: Þess vegna vantar mig einhvern sniðugann bootdisk sem ég get notað þar sem ég get keyrt SpeedFan af, einhver sem getur bent mér á eitthvað sniðugt? Það þarf samt helst að vera eitthvað einfalt dæmi, nenni ekki að fara í gegnum eitthvað vesen til að gera þetta. Hafði verið að spá í að tengja bara disk við með usb, setja Windows inná hann og gera þetta þannig en það er kannski aðeins of langt dæmi :? Væri til í einhverja lausn sem ég get svo notað með öðrum tölvum líka.

Hugmyndir?

Re: Bootdiskur sem getur t.d. keyrt SpeedFan?

Sent: Lau 19. Sep 2009 14:06
af starionturbo
Er ekki hægt að finna standalone forrit sem þú getur sett á usb kubb, eða þarf einhverja drivera með þessu ?

Annars er frekar einfalt að setja t..d ubuntu á live-cd eða live-usb og boota, setja svo upp eitthvað speedfan forrit út frá því.

Re: Bootdiskur sem getur t.d. keyrt SpeedFan?

Sent: Lau 19. Sep 2009 22:02
af einarornth
Er ekki einfaldara að fá bara admin aðgang að henni? Ef þú getur það ekki, af hverju ertu þá að standa í þessu?

Re: Bootdiskur sem getur t.d. keyrt SpeedFan?

Sent: Mán 21. Sep 2009 16:14
af DoofuZ
Einmitt spurningin sem ég bjóst við að fá :) Þetta er nefnilega tölva sem er bara notuð til að skrá einhverjar upplýsingar inná í Excel og admin aðgangurinn er lokaður með einhverju svaka lykilorði. Ég veit að ég gæti alveg þurkað bara það lykilorð út með boot disk sem ég á en það væri ekki sniðugt þar sem einhverjir tölvukallar sem komu tölvunni fyrir þarna settu það á og þeir yrðu eflaust ekki ánægðir ef þeir kæmu einn daginn að henni þar sem það væri farið :roll: Þetta er í raun svoldið asnalegt þar sem það er engin ástæða til þess að hafa þessa tölvu eitthvað svaka lokaða þar sem hún er ekki nettengd og er geymd í kjallaranum. Ég reyndi að vísu fyrir nokkru síðan að breyta notandanum sem við notum í admin með sérstökum boot disk en það virkaði enganveginn þar sem notandinn er bara Guest :?

Er ekki einhver hérna sem notar einhvern sniðugan boot disk sem er með SpeedFan eða álíka forritum á? Eða bara svona boot disk sem er mjög auðvelt að skella svoleiðis aukaforritum inná? :-k

Re: Bootdiskur sem getur t.d. keyrt SpeedFan?

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:09
af starionturbo