Ný tölva festist í Standby mode.


Höfundur
Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 933
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 148
Staða: Ótengdur

Ný tölva festist í Standby mode.

Pósturaf Orri » Þri 08. Sep 2009 23:36

Sælir.

Fyrir nokkrum vikum setti ég saman tölvu fyrir bróður minn, og allt gekk vel.
Svo kom að því að tengja diskadrifið, en það voru engin rafmagnstengi eftir, þannig ég geymdi það bara.

Svo var ég að grúska eitthvað í gamalli tölvu og fann svona fjöltengi í henni, sem breytir einu svona rafmagnstengi í tvö.
Ég tengdi það og allt virkaði, en svo eftir smá tölvuleikja spilun fraus leikurinn og þurfti að loka honum í Task Manager, ekkert að því en svo gerðist það aftur.
Svo fer hún stundum í standby mode en svo þegar maður hreyfir músina eða ýtir á lyklaborðið þá ræsir hún sig ekki aftur. Samt heyri ég að hún er í gangi og ljós á kassanum.
Eina sem er hægt að gera þá er að halda inni Power takkanum til að slökkva á henni, og svo þegar maður kveikir á henni aftur er allt á Desktop-inu sem var þar þegar hún fór í Standby.

Þá datt mér í hug að þetta væri útaf því að skjákortið væri ekki að fá nóg rafmagn því það var að deila því með diskadrifinu, þannig ég reif diskadrifið úr sambandi.
En þetta virðist ekki hafa lagast því tölvan heldur áfram að fara í Standby mode og festast þar. En það skrítna er að hún festist ekki alltaf í Standby mode, bara stundum.

Núna er mér að detta í hug að þetta gæti verið því ég tók HDD úr gömlu tölvunni ánþess að taka Windows XP útaf honum og lét í nýju tölvuna.

Specs:
Intel Core 2 Duo E8400
4GB DDR2 800MHz
GeForce GTS 250
500W JERSEY
Windows 7 RC 7100 64bit



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva festist í Standby mode.

Pósturaf Halli25 » Mið 09. Sep 2009 10:02

Ylla lausn kannski en ég slökkti hreinlega á standby enda hefur það ávalt verið hálf gallað í Winblows :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva festist í Standby mode.

Pósturaf ManiO » Mið 09. Sep 2009 10:08

Satt hjá faraldi, XP og standby/sleep eru eins og hundur og köttur saman.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."