Síða 1 af 1

Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Fös 04. Sep 2009 15:17
af Hargo
Ég þarf að vera með Macbook fartölvu í láni þar til ég fæ mér nýja. Málið er að ég þarf nauðsynlega að geta keyrt Microsoft hugbúnað og XP stýrikerfið.

Ég er lítið inn í Mac málum, kærastan á þessa tölvu og mig langaði að vita hvort ég gæti sett upp virtual vél á tölvunni með XP ?

Hérna eru speccarnir á vélinni:
Model Name: MacBook
Model Identifier: MacBook4,1
Processor Name: Intel Core 2 Duo
Processor Speed: 2.1 GHz
Number Of Processors: 1
Total Number Of Cores: 2
L2 Cache: 3 MB
Memory: 1 GB
Bus Speed: 800 MHz
OS: Mac OS X 10.5.6.


Þarf ég að ná í einhvern sérstakan hugbúnað til að gera þetta eða er þetta innbyggt í Mac OS X?

Re: Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Fös 04. Sep 2009 15:23
af Halli25
Minnir að það þyrfti að kaupa sér hugbúnað sem heitir eitthvað svipað og bootcamp.... sel það ekki dýrara en ég keypti það samt :S

Re: Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Fös 04. Sep 2009 15:58
af Cascade

Re: Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Fös 04. Sep 2009 16:46
af Hargo
Cascade skrifaði:http://www.virtualbox.org/wiki/Downloads


Thanks, tékka á þessu....

Re: Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Fös 04. Sep 2009 17:00
af Opes
Getur líka bara notað Boot Camp Assistance sem er innbyggt í Snow/Leopard. Getur sneiðað diskinn í því forriti. Síðan seturu bara upp Windows með því að halta Alt takkanum inni þegar þú ræsir, og velja diskinn. Svo seturu bara inn reklana sem eru á Snow/Leopard DVD disknum. Þá ertu kominn með dual boot með Mac og Windows.
Ef þú vilt hinsvegar bara Windows, slepptu þá Boot Camp Assistant partinum.

Re: Macbook og virtual vél með XP?

Sent: Mán 07. Sep 2009 10:32
af Hargo
Er að installa þessu með Boot Camp Assistance. En verð ég að setja partition-ið upp sem FAT32, get ég ekki notað NTFS? Mig minnir að ég hafi ekki fengið neitt val um það og núna er ég kominn inn í bláa install ferlið í Windows XP Setup. Ég er að velja partition til að installa XP á og þetta sem ég bjó til í Boot Camp Assistance er greinilega FAT32.