AntiTrust skrifaði:Ég er akkúrat að leita mér að Gb sviss líka fyrir HDmedia streaming úr servernum, og hugsa ég endi með að kaupa mér þennan :
http://www.computer.is/vorur/4486Finn þó ekki eins mikið um review um hann og ég hefði viljað, en ég get þó ekki ímyndað mér að hann dugi ekki til fyrir heimanet.
Verður einmitt mikið notaður í HD streaming og flutning á efni, er búinn að vera að dunda mér við það að setja saman tölvu í file server.
Ég bara botna lítið í þessum hugtökum öllum, eins og Auto-MDI/MDI-X :S.
Eina sem ég skil í þessu er Full-duplex og half-duplex
En er að pæla líka, þótt að routerinn sé bara 10/100 (er ekki viss um hvort hann er) en tölvurnar allar með 10/100/1000 netkortum, senda tölvurnar samt áfram sín á milli á fullum hraða.
Ég giska á að svarið sé já, en ég er ekki viss.
Svo er auðvitað lykilatriði að tækið endist eitthvað. Nenni ekki að kaupa eitthvað drasl sem að bræðir úr sér eftir 2 ár.
Ég er af einhverjum með það stimplað í hausinn á mér að D-link sé drasl, það gæti samt verið vitleysa... og ég er alltof þreyttur til að googla , tékka á þessu á morgun...