Já, þakka þér kærlega fyrir þetta
Ansi sniðugt forrit! Ég var sjálfur búinn að gera svipað með batch skrá sem getur sleppt defrag ef ótakmarkaður listi af forritum er í gangi en það lýtur svona út:
Kóði: Velja allt
@echo off
if not exist stoplist.txt goto :eof
tasklist>tasklist.tmp
set frags=1
set stopper=unknown
for /f %%i in (stoplist.txt) do call :loopit %%i
if %frags% == 0 (
echo No defrag! Stopped by "%stopper%".
) else call :defragit
set frags=
set stopper=
goto :eof
:loopit
if %frags% == 0 goto :eof
findstr /b /i "%1" tasklist.tmp>nul
if %ERRORLEVEL% == 0 (
set frags=0
set stopper=%1
)
goto :eof
:defragit
call c:\windows\system32\defrag.exe c: -f
goto :eof
En svo set ég þetta bara í Scheduled Tasks og læt það t.d. keyra daglega klukkan 8 á morgnana en kannski bara ef tölvan hefur verið idle síðustu 10 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo geri ég bara lista yfir forritin í stoplist.txt. Ég var reyndar líka farinn að fikta eitthvað við þetta í vbs scriptu en gafst mjög fljótt upp þar sem forritið Vbsedit virkar svo asnalega, maður velur eina tilbúna scriptu úr menu og vill svo nota aðra líka og þá vill forritið loka skjalinu og gera nýtt með næstu scriptu sem er mjög asnalegt
Varðandi Diskeeper þá er ég meira fyrir að nota ókeypis forrit, þau eru í flestum tilvikum margfalt betri en þau sem kosta
En síðan var ég að prófa öll ókeypis defrag forrit sem ég fann og Smart Defrag er með þeim allra bestu, það getur keyrt í bakgrunninum og það er hægt að láta það defragga sjálfkrafa en bara ef tölvan er undir 20% í nýtingu, sem er stillanlegt alveg uppí 100%, og ef hún er búin að vera idle í 1 til 10 mínútur
Held ég sé bara búinn að finna bestu lausnina þar
Takk samt fyrir hjálpina