Síða 1 af 1

Vantar smá hjálp með ræsingu

Sent: Sun 30. Ágú 2009 16:02
af sunn71
Góðan daginn. Er einhver hér sem getur aðstoðað mig. Málið er að ég er með eina gamla tölvu á heimilinu sem hefur verið uppfærð nokkrum sinnum, síðast fyrir ári síðan, þá var skipt um harðan disk og minni stækkað ofl. Tölvan var í notkun í gær og slökkt eðlilega á henni. Í morgun þegar kveikja átti á henni nær hún ekki að ræsa sig heldur kemur svartur skjár með hvítum stöfum þar sem stendur:
Verifying DMI Pool data. . .
Boot from ATAPI CD-Rom
Boot from ATAPI CD-Rom
Yoo Yoo
Veit einhver hvað þetta þýðir. Getur þetta verið að harði diskurinn sé farinn eða getur þetta verið vírus?

Búinn að breyta í Bios, í A,H,CD en það er ekki nóg.

Kann ekki að gera ræsidisk fyrir WinXP með ekkert floppy drif. Er hægt að gera ræsidisk á CD eða er hægt að nota WIn XP diskinn?

Með von um að einhver geti hjálpað mér,
með kv. Sunn

Re: Vantar smá hjálp með ræsingu

Sent: Sun 30. Ágú 2009 16:09
af AntiTrust
Þú getur farið inn í repair console/cmd prompt í gegnum XP boot disk.

Ertu ekki að ruglast á yoo yoo og y∞ y∞ (infinity merkið) ?

Oftast þýðir þetta ónýtur IDE kapall. Hinsvegar gæti þetta líka verið bilaður diskur eða móðurborð.

Re: Vantar smá hjálp með ræsingu

Sent: Sun 30. Ágú 2009 16:20
af sunn71
Takk fyrir þetta.

Jú ég er að meina þetta infinity merki, kunni ekki að gera það.

þá er líklegt að það sé kapall eða móðurborðið :(

Get ég útbúið XP boot disk eða hvar fæ ég svoleiðis?

Re: Vantar smá hjálp með ræsingu

Sent: Sun 30. Ágú 2009 16:31
af lukkuláki
Bootar bara beint af diskinum hann er bootable
sýnist biosinn líka vera stilltur til þess þannig að bara diskinn í og fylgst með þegar kemur á skjáinn
"Press any key to boot from cd"