Síða 1 af 1

Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 19:09
af mercury
Kvaða símafyrirtæki eru að bjóða uppá ljósleiðara og kvað er það að kosta :o hef kvergi rekist á þetta á heimasíðunum.

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 19:16
af Gúrú

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 19:18
af mercury
og kvað er prísinn á svona tengingu ?? eru ekki frekar fá kverfi á rvk svæðinu með þetta og þá bara þau sem eru frekar nýleg ?

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 19:43
af mercury
ok ok ég myndi vilja fá ljósleiðara hjá símanum. búinn að ná að skoða þetta á nokkrum síðum en finn kvergi verð sem tengist ljósleiðara símanns. leitaði á síðunni og kom þá "míla sér um ljósleiðaratengingar símanns" r sum... og á þeirra síðu stendur ekkert verð eða neitt um tengimöguleika :o

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 20:14
af AntiTrust
Kvaða, kvergi, kverfi ?!

WTH?!

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 20:48
af depill
Skomm, Síminn veitir þjónustu yfir Ljósnet Mílu ásamt Vodafone. Síminn hefur samt ákveðið að taka ekki þátt í ljósleiðarakerfi Gagnveitu Reykjavíkur sem er miklu stærra ljósleiðarakerfi og líklegra að þú sért tengdur við.

Vodafone býður þjónustu á bæði Ljósneti Mílu & GR
TAL á GR
Hringiðan á GR

Venjulegar þjónustuleiðir gilda fyrir ljósnet Símans, en hins vegar er hægt að fá Leið 4 ( 30 Mb/s samhverft eins og allar ljósleiðaratengingarnar ) bara á ljósneti Mílu.

Þau eru á

Síminn skrifaði: * Úlfarsárdalur í Reykjavík
* Leirvogstunga í Mosfellsbæ
* Lundur í Kópavogi
* Tjarnarbyggð fyrir utan Selfoss


Grunngjaldið fyrir ljósleiðara er 1.720 og hægt að fá heimasíma frá 390 kr
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/adsl/ljosnet/

Ef þú býrð ekki á þessum svæðum ertu líklegast á svæði GR ( ef þú ert með ljósleiðara á annað borð ) og þá er það bara Vodafone, TAL og Hringiðan sem bjóða uppá þjónustu...

Re: Ljósleiðari.

Sent: Fim 27. Ágú 2009 22:31
af mercury
Þakka þér kærlega.

Re: Ljósleiðari.

Sent: Lau 29. Ágú 2009 00:22
af mercury
Er einkver hér með ljósleiðara hjá hringiðan ?? of svo er kvernig er það að standa sig og kvað ertu að borga fyrir x tengingu ?? og er hár startkostnaður? og mikið mál að koma þessu í gagnið ???

Re: Ljósleiðari.

Sent: Lau 29. Ágú 2009 08:47
af AntiTrust
Ég get ekki sleppt því að nöldra.. HVer kenndi þér eiginlega stafsetningu?!

Þetta svíður í augun!

Re: Ljósleiðari.

Sent: Sun 30. Ágú 2009 14:15
af mercury
lesblinda á háu stigi. sorry about that.

Re: Ljósleiðari.

Sent: Sun 30. Ágú 2009 14:20
af Gúrú
Heilsukex@Hugi.is skrifaði:Ef þú ert með Mozilla Firefox eða varst að hlaða því niður, opnaðu það og hægri smelltu einhversstaðar á Reply reitinn sem að kemur þegar að þú svarar einhverju hér, og dragðu músina yfir á Languages, þá kemur út box sem að í stendur 'English / United States' og 'Add dictionaries', smelltu á hið síðarnefnda.

Þá opnast vefsíða með öllum Add-On orðabókum sem að þú getur fengið fyrir Mozilla Firefox. Smelltu svo á 'Install' sem er í sömu línu Icelandic (Nr 34. frá toppi lista.) og smelltu svo á 'Install Now' 654 KB ERLENT DOWNLOAD..

Eftir nokkrar sekúndur hefur skráin hlaðist niður. Það er svo hnappur sem á stendur 'Restart Firefox'. Smelltu á hann og opnaðu þennan þráð svo aftur fyrir restina af þessari leiðsögubók. Núna hefur þú hlaðið niður og sett upp forrit sem finnur stafsetningarvillur á íslensku og býður upp á líklegar lausnir á hinu vitlaust stafsetta orði.

Hægri smelltu á reitinn þar sem að þú skrifar skilaboðin, langoftast hvítur reitur, hakaðu við 'Spell check this field/Check spelling' og hægri smelltu svo aftur á reitinn, dragðu músina yfir á 'Languages' og veldu 'Icelandic' í listanum.
Ef þú skrifar eitthvað vitlaust, kemur rauð öldulaga lína undir orðið sem þú skrifaðir vitlaust. T.d. ef þú skrifar Mysostur kemur rauð öldulöguð lína undir textann, ef þú hægri smellir svo á orðið þá kemur feitletruð leiðrétting efst, stundum koma fleiri. Ef þú vinstri smellir á Mysuostur, breytist orðið í Mysuostur, rétt stafsetta orðið.

Re: Ljósleiðari.

Sent: Sun 30. Ágú 2009 15:04
af KermitTheFrog
Það eina sem þetta vill leiðrétta hjá honum er kvernig og x.

Re: Ljósleiðari.

Sent: Sun 30. Ágú 2009 15:23
af mercury
snilld þakka þér fyrir vinur. nú hættir fólk kanski að halda að ég sé vangefinn.