2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Hargo » Fim 27. Ágú 2009 11:07

Ég er tengdur gegnum Vodafone ljós og var að fá mér Zyxel NBG420N router til að fullnýta 50Mbps hraðann á áskriftinni. Ég var áður með Zyxel P335U en hann var með 22Mbps limit.

Ég vissi af því að sum netkort ættu í erfiðleikum með að tengjast þessum NBG420N router þráðlaust. Á heimilinu er ein PC borðtölva, eins PC fartölva og ein Apple fartölva. Borðtölvan er tengd beint í routerinn og virkar fínt. PC fartölvan átti ekki í vandræðum með að tengjast þráðlaust heldur. Hinsvegar er ég að lenda í basli með Apple fartölvuna, netið er í tómu tjóni í henni. Það dettur mjög oft út án þess þó að netkortið missi beint signalið, það bara loadast ekkert, allar síður reyna að loadast í dágóðan tíma áður en þær gefa upp "page not found". Til að laga þetta þarf alltaf að slökkva á Airport í fartölvunni og kveikja aftur. Þetta er að gerast ansi oft og er mjög pirrandi.
Gæti þetta stafað af því að þessi nýi router notar Wi-Fi Protected Access og WPA2 ?

Mér datt þess vegna í hug hvort það væri möguleiki að vera með tvo routera tengda í sama ljósleiðaraboxið? Ég á nefnilega enn P335U routerinn. Apple fartölvan myndi þá bara nota P335U þráðlausa netið ef þetta væri mögulegt.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf AntiTrust » Fim 27. Ágú 2009 11:28

Getur auðvitað bara brúað router-ana saman og notað báða sem aðgangspunkt.

Prufaðu bara að disable-a WPA ef þú ert að nota þann standard og fara aftur yfir í WEP, sjá hvað gerist. Getur líka prufað að breyta um broadcast channel, gæti verið e-ð heima hjá þér að trufla.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf codec » Fim 27. Ágú 2009 13:03

Ertu að keyra á 802.11N? Styður Apple vélin 802.11N net, WPA og allt það? Ef ekki gætir þurft að stilla þetta betur saman, bumpa niður í G net og/eða WEP. Skoðaðu specana á Apple vélinni. Er rásin sem routerin notar að truflast af einhverju öðru í húsinu, gætir prófað aðra rás eins og AntiTrust segir.

Þú gætir líka tengt báða routerana í ljósleiðaraboxið það eru 2 net tengi á boxinu minnir mig, en þá ertu basicly komin með 2 net út. En það er kannski meira vesen fyrir þig ef Apple vélin þarf að tala líka við hinar vélarnar.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Ágú 2009 14:02

codec skrifaði:Þú gætir líka tengt báða routerana í ljósleiðaraboxið það eru 2 net tengi á boxinu minnir mig, en þá ertu basicly komin með 2 net út.


Einfaldlega nei, getur ekki verið með sömu nettenginguna á báðum netportum Telsey boxins.
Getur ekki einu sinni keypt tvær nettengingar af þeim, þeir rukka þig hinsvegar ef að þú reynir að fá aðra frítt.


Modus ponens


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf codec » Fim 27. Ágú 2009 14:13

Þetta er ein og sama nettengingin fyrir þeim. ÉG hef gert þetta með router tengdan í eitt port og vél í hitt sem er basicly samskonar setup.
Á þjónustusíðunni hjá gagnaveitunni getur þú skráð að mig minnir 3-4 mac addressur, sem geta rétt eins verið 3-4 routerar eða vélar. Þeir hafa ekki hugmynd um hvort það er router eða vél sem er bak við mac addressuna. Eða þannig var þetta allavega þegar ég var að fikta í þessu (c.a. 1-2 ár síðan), er reyndar með allt í einn router núna?

Hér sést mynd á heimasíðu gagnaveitunar þar sem stendur að hægt er að tengja 2 tölvur (routera) beint við netaðgangstækið.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Ágú 2009 14:40

codec skrifaði:Þetta er ein og sama nettengingin fyrir þeim.

Ég veit ekki hvernig þetta var fyrir 1-2 árum eins og þú minnist á að hafi verið þinn tími, en ég veit vel að þeir geta séð þetta.
codec skrifaði:ÉG hef gert þetta með router tengdan í eitt port og vél í hitt sem er basicly samskonar setup.

Ég dupaði party hatta í RuneScape með Tainted Ones gaurum.
codec skrifaði:Á þjónustusíðunni hjá gagnaveitunni getur þú skráð að mig minnir 3-4 mac addressur, sem geta rétt eins verið 3-4 routerar eða vélar. Þeir hafa ekki hugmynd um hvort það er router eða vél sem er bak við mac addressuna. Eða þannig var þetta allavega þegar ég var að fikta í þessu (c.a. 1-2 ár síðan), er reyndar með allt í einn router núna?

Þeir geta séð hvort að þú ert að nota 2 nettengingar eða ekki, augljóslega, væntanlega geta þeir ekki séð hvort að það eru tölvur eða routerar en það skiptir litlu frá þeirra hlið þar sem að þeir rukka þig samt. Þér væri ss. úthlutað 2 subnetum..

codec skrifaði:Hér sést mynd á heimasíðu gagnaveitunar þar sem stendur að hægt er að tengja 2 tölvur (routera) beint við netaðgangstækið.

Ég veit ekki hvort að þetta er hægt núna, en þetta eru bara 1-2 mánaða gamlar upplýsingar sem að ég hef frá tæknimanni Vodafone, ég reyndi ALLT sem ég gat til að geta verið með 50Mb hraða og leyft fleiri tölvum heimilisins að hafa net þegar að við vorum með drasl routera með 22Mbs throughputti og ég fékk frá tæknimanni GR að þetta væri ekki hægt á boxunum þeirra og frá tæknimanni Vodafone að ég yrði rukkaður 2x eins og einhverjir sem að höfðu verið að reyna þetta.
Sjá: viewtopic.php?f=18&t=20822&st=0&sk=t&sd=a#p192229


Modus ponens


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf codec » Fim 27. Ágú 2009 15:15

codec skrifaði:Ég dupaði party hatta í RuneScape með Tainted Ones gaurum.

and your point is?

Ég var bara að deila reynslusögu með þeim sem spurði og kom nákvæmlega inn á spurninguna hans. Bendi bara á linkin á gagnaveituna , þar er þetta sýnt.
Getur svo sem verið að einhver ISP sé með leiðindi með þetta, þekki það ekki og hef ekki lent í slíku, var með ljós hjá Tali en er núna hjá Vodafone. En ég skil ekki af hverju það ætti að vera, eins og ég sagði þá er þetta sama tengingin fyrir þá, eða ætti að vera það. Ef svo er þá er það bara mjög lélegt af þeim.

Hvernig er það er þetta eitthvað mismunandi eftir ISP-um, er einhver hér sem veit það?
Held þetta kalli bara á að ég prófi þetta aftur í kvöld eftir vinnu.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Ágú 2009 15:19

codec skrifaði:
codec skrifaði:Ég dupaði party hatta í RuneScape með Tainted Ones gaurum.

and your point is?

Meinarðu ekki "my point is?", þú misquoataðir ^^
Annars var ég bara að benda á hlut sem var hægt að gera en ei lengur.


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf ManiO » Fim 27. Ágú 2009 15:21

Gúrú skrifaði:
codec skrifaði:
codec skrifaði:Ég dupaði party hatta í RuneScape með Tainted Ones gaurum.

and your point is?

Meinarðu ekki "my point is?", þú misquoataðir ^^
Annars var ég bara að benda á hlut sem var hægt að gera en ei lengur.



Þú gleymir að flestir eru ekki jafn miklir lúðar að spila Runescape eins og þú ;)


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf codec » Fim 27. Ágú 2009 15:36

Gúrú skrifaði:
codec skrifaði:
codec skrifaði:Ég dupaði party hatta í RuneScape með Tainted Ones gaurum.

and your point is?

Meinarðu ekki "my point is?", þú misquoataðir ^^
Annars var ég bara að benda á hlut sem var hægt að gera en ei lengur.


Ef þetta er rétt þá er það lélegt að mínu mati, spurning hvort það sé eins hjá öllum ISP á ljósinu?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf mind » Fim 27. Ágú 2009 17:30

Þar sem þetta er N router skaltu gera eftirfarandi.

Uppfæra drivera á öllum þráðlausum netkortum á vélum sem nota það. (þetta hefur að gera t.d. með WPA2)
Sumir öryggisstaðlar virka mismunandi vel eftir tölvubúnaði. Til dæmis getur eldri búnaður átt erfitt með WPA2 og það sérstaklega ef hugbúnaðurinn hefur ekki verið uppfærður.

Notaðu aðeins þann staðall sem er hæstur fyrir allar vélar , ef ein vél er takmörkuð við G staðalinn notaðu hann þá einungis frekar en reyna láta routerinn vera með vélarnar á B/G/N eftir hvað tölvan sjálf styður.

Passaðu að routerinn sé ekki á rás 7 eða undir. Helst að vera á rás 10 eða 11.

Þú getur tengt allt að 3 mismunandi tæki(mac addressur) við Telsey boxið(má þessvegna vera 3 routerar). Ég hef gert það og það á þessu ári. Það nýtast samt einungis 2 tengi á sjálfu telsey boxinu fyrir net, þú getur ekki notað síðasta portið það er frátekið fyrir sjónvarpið. Ef þú þarft að komast hjá því kaupirðu bara switch.

Mér datt þess vegna í hug hvort það væri möguleiki að vera með tvo routera tengda í sama ljósleiðaraboxið?

Já það er hægt og ég hef gert það.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Ágú 2009 17:38

mind skrifaði:
Mér datt þess vegna í hug hvort það væri möguleiki að vera með tvo routera tengda í sama ljósleiðaraboxið?

Já það er hægt og ég hef gert það.

Ertu hjá GR/Vodafone?


Modus ponens


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf codec » Fim 27. Ágú 2009 18:11

Gúrú
Prófaðu að fara á þjónustu síðuna hjá Gagnaveitunni, loggar þig inn, ferð í My Services -> Smellir á My DataTerminals/Devices þá er eftirfarandi texti hjá mér.

Your default service Vodafone - Ljós 50 allows a maximum of 3 devices connected simultaneously. Currently you have 2 PC registered.


Þetta segir mér að þú getur gert þetta og já btw ég er að gera þetta akkúrat núna. Get samt ekki dubað party hatta :oops:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Gúrú » Fim 27. Ágú 2009 19:13

codec skrifaði:
Your default service Vodafone - Ljós 50 allows a maximum of 3 devices connected simultaneously. Currently you have 2 PC registered.


Ég man að þetta stóð líka þarna þegar að ég var í þessu veseni, 3 of 3 var ég þá með, og lenti m.a. í veseni með það þegar að ég ætlaði að bridga routerinn á netið yfir tölvuna mína að ég þurfti 1 MAC addressu í viðbót og það átti að taka tæknimann 4 daga að redda mér því.
Svo í lok 1,5klst samtalsins kom hún því útúr sér að þau hefðu fyrir 2 vikum fengið nýja routera með meira en 50Mb throughputi.
En í öllum þessum prósess, yfir 15 símtöl, fékk ég allstaðar svarið að þetta væri ekki hægt, það er, að vera með SÖMU nettenginguna á 2 portum telsey routersins.


Modus ponens


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf axyne » Fim 27. Ágú 2009 20:10

það sem er auðvitað hægt er að fá sér bara access punkt og tengja við routerinn og disable þráðlausa í nýja routernum.

spurning hvort sé hægt að breyta gamla routernum þínum í access punkt með einhverjum stillingum....


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: 2 routerar í sama ljósleiðarabox?

Pósturaf Hargo » Mán 31. Ágú 2009 08:48

Takk kærlega fyrir góð ráð. Ég ákvað að byrja á því að fara einföldu leiðina, tók WPS og WPA2 af og hafði bara 64-bita WEP key. Núna er maccinn hættur þessu veseni og þráðlausa netið er mun betra í honum.