Síða 1 af 1
Windwos stýrikerfi og nýr kassi
Sent: Þri 25. Ágú 2009 13:58
af Tyler
Sælir vaktarar
Nú er ég að fara fá mér nýjan kassa og ætla að flytja allt yfir í hann. Getið þið sagt mér hvort að ég þurfi að setja upp stýrikerfið upp aftur þegar ég er búin að setja upp nýja kassann eða get ég haldið áfram að nota það sem fyrir er?
Kv. Tyler
Re: Windwos stýrikerfi og nýr kassi
Sent: Þri 25. Ágú 2009 14:25
af dori
Þú þarft bara að setja windows upp uppá nýtt ef þú skiptir um móðurborð (minnir að það sé það eina sem krefst þess). Nýr kassi hefur ekkert með stýrikerfið að gera svo að það ætti ekki að hafa nein áhrif. Þú bara færir hlutina á milli og kveikir á tölvunni eins og venjulega.
Re: Windwos stýrikerfi og nýr kassi
Sent: Þri 25. Ágú 2009 14:25
af AntiTrust
Ertu bara að fara að flytja dótið um kassa, er það eina breytingin? Sama móðurborð?
Ef svo er þarftu ekki að setja það aftur upp nei.
Re: Windwos stýrikerfi og nýr kassi
Sent: Þri 25. Ágú 2009 14:30
af Tyler
Sælir
Takk fyrir skjót og góð svör. Já, ég er bara að fara flytja dótið um kassa.
Var ekki alveg viss um þetta, svo það var fínt að fá staðfestingu á að ég þurfi ekki að setja stýrikerfið upp aftur.
kv. Tyler