Síða 1 af 1

Adsl TV yfir í tölvu...

Sent: Fös 07. Ágú 2009 21:57
af onyx
Ég var að spá .. Er einhver leið til að horfa á adsl tvið hjá símanum (speedtouch 585 router) í VLC Media player ?

Er einhver hér sem getur eins og er horft á adsl sjónvarp frá símanum í tölvunni hjá sér og er með speedtouch 585 router ?
Spurning hvort það væri hægt að ganga enn lengra með það, og hræra e-h í routernum til að beina TV merkinu yfir Wifi ?

anyone ?

Re: Adsl TV yfir í tölvu...

Sent: Lau 08. Ágú 2009 00:28
af JReykdal
Það er mögulega hægt að gera það en bæði atriðin eru flókin og leiðinleg.

Það er ekki hægt að horfa á þetta í tölvu nema þú hookir porti 4 á routernum við hub (ekki switch) og tölvunni líka og reynir að komast í multicast útsendinguna. Það er samt mun flóknara en það virðist auk þess sem ég veit ekki hvort það séu einhverjar varnir gegn slíku á hinum endanum tengt MAC-addressum á afruglaranum og slíku.

Það ætti að vera hægt að fikta í config skránni inni á routernum (á eigin ábyrgð þó) til að beina TV vlaninu yfir á wirelessið en það mun aldrei virka vel því wireless höndlar illa að keyra svona strauma auk hinna mögulegu varna sem ég minntist á áðan.

Ef svo ólíklega vill til að þér takist þetta þá minni ég á að þú munt ekki geta notað afruglarann á sama tíma.