Síða 1 af 1
Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 06. Ágú 2009 22:57
af KermitTheFrog
Sælir, á í smá vanda með Crysis á x64 Windows 7.
Þannig vill til að Crysis.exe fer ekki í gang, sama hvaða compatibility mode eða hvaðeina sem ég er búinn að reyna. Ef ég opna Crysis64.exe þá fæ ég upp svartan skjá í svona fimm sek og svo slökknar á því.
Er búinn að reyna að googla mig í gegnum þetta en ekkert gengur. Er einhver sem kann á þetta?
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 07. Ágú 2009 15:50
af armann
http://www.neowin.net/forum/index.php?showtopic=772094Er í sömu vandræðum og þú.
Ertu búinn að prufa að keyra hann í DX9 ?
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 07. Ágú 2009 15:53
af KermitTheFrog
Nei. Ekki búinn að því.
Finnst samt skrítið vegna þess að ég get keyrt Crysis Warhead án allra vandræða.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 07. Ágú 2009 16:27
af Hvati
Ég get ekki einu sinni installað honum, kemur alltaf error 1317, hef leitað á google en það hjálpar ekkert
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 13. Ágú 2009 09:20
af Gilmore
Hefurðu prófað að hægrismella á leikinn og smella á "run as an administrator"? Það virkar oft.
Annars þegar ég ætla að keyra LOTRO á Win7 þá þarf ég alltaf að keyra hann upp tvisvar áður en hann virkar. Í fyrra skiptið þá slekkur hann á sér eftir login skjáinn, en þegar ég starta honum í annað skiptið þá virkar hann......þarf alltaf að gera þetta svona......skrítið!!
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 13. Ágú 2009 11:19
af Fletch
Gilmore skrifaði:Hefurðu prófað að hægrismella á leikinn og smella á "run as an administrator"? Það virkar oft.
Annars þegar ég ætla að keyra LOTRO á Win7 þá þarf ég alltaf að keyra hann upp tvisvar áður en hann virkar. Í fyrra skiptið þá slekkur hann á sér eftir login skjáinn, en þegar ég starta honum í annað skiptið þá virkar hann......þarf alltaf að gera þetta svona......skrítið!!
á hvaða server spilaru í lotro?
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 13. Ágú 2009 11:28
af Gilmore
Snowburn.
Er lvl 22 hunter. Spila bara annað slagið, maður er hættur að tíma að borga áskrift því útaf genginu þarf maður að borga alveg tvöfalt.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 13. Ágú 2009 12:49
af Daz
Gilmore skrifaði:Hefurðu prófað að hægrismella á leikinn og smella á "run as an administrator"? Það virkar oft.
Annars þegar ég ætla að keyra LOTRO á Win7 þá þarf ég alltaf að keyra hann upp tvisvar áður en hann virkar. Í fyrra skiptið þá slekkur hann á sér eftir login skjáinn, en þegar ég starta honum í annað skiptið þá virkar hann......þarf alltaf að gera þetta svona......skrítið!!
Ég lenti í þessu líka á Vista, stundum þurfti ég að ræsa mun oftar en 2x. Kom aldrei nein villa samt.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Lau 15. Ágú 2009 01:38
af viddi
Ég henti upp Crysis og patchaði hann í 1.2.1 og hann virkar fínnt, er með Win 7 x64
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 22:25
af KermitTheFrog
Datt í hug að bumpa þetta smá þar sem mér tekst ekki að láta þetta virka. Var búinn að reyna að patcha hann.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 23:21
af Frost
Eruð þið búnir að prófa að runna hann í compatibility mode? Veljið Vista service pack 2 og þá virkaði allt hjá mér
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 23:37
af KermitTheFrog
Allt compatibility mode virkar ekki. Prufaði meira að segja að keyra setupið í compatibility mode.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 23:40
af Orri
Getur prófað að hægri smella á shortcut-ið á desktop og velja Properties.
Þar fara í Compatability og velja eitthvað sniðugt stýrikerfi, þannig fékk ég Burnout til að virka hjá mér.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 23:52
af KermitTheFrog
Þetta er alveg furðulegt. Crysis.exe poppar upp í Task Manager í svona 2 sek og dettur síðan aftur niður. Leikurinn vill bara ekki keyra sig upp.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fim 24. Sep 2009 23:58
af Frost
KermitTheFrog skrifaði:Þetta er alveg furðulegt. Crysis.exe poppar upp í Task Manager í svona 2 sek og dettur síðan aftur niður. Leikurinn vill bara ekki keyra sig upp.
Google?
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 25. Sep 2009 00:06
af KermitTheFrog
Frost skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Þetta er alveg furðulegt. Crysis.exe poppar upp í Task Manager í svona 2 sek og dettur síðan aftur niður. Leikurinn vill bara ekki keyra sig upp.
Google?
Þér dettur ekki í hug að ég sé búinn að hundgoogla þetta fram og til baka? Ég er nefnilega búinn að því.
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 25. Sep 2009 00:30
af Frost
KermitTheFrog skrifaði:Frost skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Þetta er alveg furðulegt. Crysis.exe poppar upp í Task Manager í svona 2 sek og dettur síðan aftur niður. Leikurinn vill bara ekki keyra sig upp.
Google?
Þér dettur ekki í hug að ég sé búinn að hundgoogla þetta fram og til baka? Ég er nefnilega búinn að því.
nei bara svona gisk. Djöfull getur samt wint7 verið leiðinlegt við crysis :/
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 25. Sep 2009 08:33
af emmi
Keyra hann upp sem Administrator?
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Fös 25. Sep 2009 08:52
af KermitTheFrog
Búinn að því
Re: Windows 7 og Crysis
Sent: Sun 27. Sep 2009 16:00
af Narco
viddi skrifaði:Ég henti upp Crysis og patchaði hann í 1.2.1 og hann virkar fínnt, er með Win 7 x64
Gerði það sama, patchaði allt draslið og þetta virkar eins og draumur með næstum allt í botni í 1920 * 1200 - farðu bara á ea síðuna.