Eigin router á Tal neti
Sent: Fim 06. Ágú 2009 16:00
Er talsvert búinn að vera að dunda mér með hina og þessa servera (http, ftp, einn og einn leikjaserver) og þarafleiðandi mikið þurft að vera að port forwarda, ekkert mál, hringi í Tal og bið þá um hitt og þetta port og svo framvegis. Eftir að hafa hlustað á biðtónana þeirra í eitthvert hundraðasta skiptið hugsa ég "nei, screw it, ég redda eigin router" og fæ ágætis D-Link sett (router, switch, WLAN access point).
Tengi kvikindið, opna config síðuna og hringi (vonandi í síðasta skiptið) í Tal. Eftir að hafa heyrt það sem hlýtur að vera meirihlutann af biðlögunum þeirra fæ ég það svar að það sé ekki hægt að bæta inn router á netið þeirra, það séu ekki til lausir user og passar ( ). Með það í huga að ég hafði hringt og spurt hvort að þetta væri nú ekki örugglega hægt (og fengið svar í ætt við "Njaeee, kannski...") reyni ég að fá eitthvað meira upp úr mann greyinu. Hann segist í mesta lagi geta boðið mér að setja upp DMZ á annan router fyrir innan þann sem ég borga þeim fyrir (gengur ekki, það sem ég er með er adsl router) en að það gangi enganveginn að hafa aðra routera en þeirra eigin þrællæstu kvikindi.
Svo, hvað er til ráða? Er einhver hér sem hefur fengið þá til þess að gefa upplýsingarnar sem þarf til þess að tengjast netinu? Ef svo, hvert á að snúa sér?
Tengi kvikindið, opna config síðuna og hringi (vonandi í síðasta skiptið) í Tal. Eftir að hafa heyrt það sem hlýtur að vera meirihlutann af biðlögunum þeirra fæ ég það svar að það sé ekki hægt að bæta inn router á netið þeirra, það séu ekki til lausir user og passar ( ). Með það í huga að ég hafði hringt og spurt hvort að þetta væri nú ekki örugglega hægt (og fengið svar í ætt við "Njaeee, kannski...") reyni ég að fá eitthvað meira upp úr mann greyinu. Hann segist í mesta lagi geta boðið mér að setja upp DMZ á annan router fyrir innan þann sem ég borga þeim fyrir (gengur ekki, það sem ég er með er adsl router) en að það gangi enganveginn að hafa aðra routera en þeirra eigin þrællæstu kvikindi.
Svo, hvað er til ráða? Er einhver hér sem hefur fengið þá til þess að gefa upplýsingarnar sem þarf til þess að tengjast netinu? Ef svo, hvert á að snúa sér?