Síða 1 af 1
Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 19:53
af Selurinn
Sælir,
Er með Windows x64 bit kerfi. Búinn að lenda í því að kerfið hefur hrunið tvisvar sinnum á stuttum tíma, og ekki einu sinni sama vandamálið. Googlaði bæði vandamálin og engar lausnir til, annaðhvort restore punktur. (Sem virkaði ekki fyrir mig, eða re-install
)
Hef alltaf haft einhverju fóbíu fyrir Windows 7 afþví það er ekki fullklárað.
Er þetta eitthvað að gera sig?
Er að nota tölvuna í allt; Tónlist, leiki og vídeó og ljósmyndun.
Get ég notað allan hugbúnað sem virkar á Vista?
Kveðjur.....
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 20:01
af Victordp
Hef verið með Win 7 í svona 4 mánuði ekkert nema snilld
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 20:02
af Selurinn
Awsum, jæja, ætli maður hendi þessu ekki inn.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 20:22
af Orri
Ég setti upp Windows 7 64Bit á nýja tölvu fyrir rúmum 2 mánuðum og er það að mínu mati frábært.
Allir leikir sem ég hef sett upp (eitthvað um 30 talsins) hafa virkað alveg 100 prósent, bæði nýjir og gamlir.
Svo nota ég VLC til að horfa á þætti og bíómyndir og virkar það alveg perfect.
Hinsvegar fæ ég ekki iTunes til að virka rétt, en þegar ég er að hlusta á tónlist þá á svona 10 sek fresti poppar iTunes fremst á skjáinn. En núna nota ég bara Windows Media Player 12 til að hlusta á tónlist og er það bara helvíti gott.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 21:17
af coldcut
Orri skrifaði:Hinsvegar fæ ég ekki iTunes til að virka rétt, en þegar ég er að hlusta á tónlist þá á svona 10 sek fresti poppar iTunes fremst á skjáinn. En núna nota ég bara Windows Media Player 12 til að hlusta á tónlist og er það bara helvíti gott.
enda er iTunes rusl...nota frekar Songbird, Foobar2000 eða bara gamla góða Winamp
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 21:19
af Molfo
Sæll.
Lenti llíka í þessu með Icrap.. eina lausnin sem ég fann var að setja upp Virtual vél sem kemur með sjöunni...
Eftir það virkaði þetta drasl fínt..
Verð bara að taka það fram að ég þoli ekki itune og allt sem því viðkemur... en það eru meðlimir í fjölskyldunni sem nota þetta..
Kv.
Molfo
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 21:26
af armann
Hefur virkað vel hjá mér, 64 og 32 bita.
Að sjálfsögðu eru böggar þegar fók er að nota Beta/RC útgáfu og Microsoft segir sjálft að fólk eigi ekki að nota þetta sem primary stýrikerfi en það hefur virkað betur en Vista hjá mér.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 22:34
af ÓmarSmith
ok, munurinn á 32bit og 64bit á Win er ??
hvað gagnast ég á því að keyra þetta á 64bit kerfi..
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 22:39
af GuðjónR
Welll munurinn á 64 og 32 ??
Ég er að keyra þrjár tölvur með win7, tvær eru með 32bita og ein með 64bita.
Ég sé engan mun á þeim, reyndar er 64bita vélin með 4GB ram in hinar tvær með 2GB.
Þegar ég var með 32bita kerfið á 4gb tölvunni þá sá hún bara 2.8GB af raminu, en þegar ég setti 64bita kerfið þá sér hún öll 4GB.
Út frá því ætla ég að ef þú ert með 4gb eða meira í ram þá ættirðu að fara í 64bita annars halda þig við 32bita.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Sun 26. Júl 2009 23:53
af Selurinn
Munurinn er bara minnið aðallega. (Að það nái að nota öll 4 gígabætin og allt framyfir)
Hef nú reyndar tekið eftir því af litlu sem ég hef prófað af 64-bit á sama hardwari að það tekur miklu styttri tíma að switcha milli frá fullscreen prógröm og á desktop og síðan aftur til baka. (Og þá bara líka það að skipta á milli prógröm yfir höfuð, hvort sem þau eru "Window" eða "Fullscreen")
VIrðist eins og 64-bitta kerfin höndli það betur að keyra meira magn af prógrömmum á sama tíma.
Einnig forrit sem eru hönnuð fyrir 64-bitta kerfi eru margfallt hraðvirkari en á 32-bit, sumsé Photoshop CS3/CS4.
Sé enga ástæðu til að hika að fara í 64-bit ef vélbúnaðurinn leyfir það, það keyrir 32-bit alveg jafn vel og 64-bit.
Eini ókosturinn er sá að 64-bit nær ekki að keyra 16-bitta prógröm sem 32-bitta kerfi gerir.
P.S. Sem segir mér það að henda upp 64-bitta kerfi á single core processor með undir 4gb er frekar tilgangslaust.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mán 27. Júl 2009 00:55
af machinehead
Selurinn skrifaði:P.S. Sem segir mér það að henda upp 64-bitta kerfi á single core processor með undir 4gb er frekar tilgangslaust.
Pretty much...
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mán 27. Júl 2009 01:29
af CendenZ
það er nú líka hvernig 64bita os höndlar minnið... allt öðruvísi page file system í gangi á þeim kerfum.
_allt_annað dæmi
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mið 05. Ágú 2009 21:52
af stefan251
ég er með win 7 64 b það er geðveikt
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mið 05. Ágú 2009 22:12
af Krisseh
stefan251 skrifaði:ég er með win 7 64 b það er geðveikt
mjög svo, nema ég ætti að nota 32 bit frekar því ég er eingungis að nota 2 gb, finnst 32 virka hraðar
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mið 05. Ágú 2009 22:27
af KermitTheFrog
64bit vinnur hraðar, þ.e.a.s. getur reiknað með stærri tölum.
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mið 05. Ágú 2009 22:34
af Krisseh
KermitTheFrog skrifaði:64bit vinnur hraðar, þ.e.a.s. getur reiknað með stærri tölum.
Er það ekki aðalega ef maður fyllur allar kröfur fyrir 64 bit ?
Re: Windows 7: Einhver reynsla
Sent: Mið 05. Ágú 2009 22:40
af KermitTheFrog
Krisseh skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:64bit vinnur hraðar, þ.e.a.s. getur reiknað með stærri tölum.
Er það ekki aðalega ef maður fyllur allar kröfur fyrir 64 bit ?
Auðvitað.