Síða 1 af 1
er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fim 16. Júl 2009 17:20
af gazzi1
sælir..veit einhver hvort að það sé til forrit sem að ég get sett inn á tölvuna og skoðað hvað hver tölva á heimilinu er að nota mikið af nettengingunni hverju sinni...þannig að ég sé hvað hann er að downloada á miklum hraða hverju sinni....væri vel þegið ábendingar ef að einhver vissi um einfalt forrit sem sýndi T.d nafn tölvu og svo nethraðan til hennar =)
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fim 16. Júl 2009 17:21
af Sydney
Er nokkuð viss um að task manager sýni þér bandvídd á hverri tölvu (system monitor í Linux gerir það a.m.k.)
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fim 16. Júl 2009 17:27
af gazzi1
en get ég skoðað hvað aðrar tölvur eru að nota úr minni tölvu ef að ég fer í task manager? held ekki...ekki viss samt...
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 16:55
af gazzi1
engin sem að veit um neitt?
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 17:33
af binnip
http://speed.c.is/ , veit samt ekkert hvort maður eigi að taka mark á þessu.
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 17:50
af Gúrú
binnip skrifaði:http://speed.c.is/ , veit samt ekkert hvort maður eigi að taka mark á þessu.
YYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSS...... that's what he's asking for...
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 18:54
af Nariur
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 19:17
af kjarribesti
Speedtest.net er það besta sem þú finnur non-download file
þetta er tær snilld á einni síðu....
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Fös 17. Júl 2009 19:31
af Gúrú
Guð minn góður vaktarar góðir, hann er að biðja um forrit sem að sýnir honum hvað hver aðili sem að tengist internetinu Í GEGNUM HANN tekur mikið af bandvíddinni á hverri stundu.
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Lau 18. Júl 2009 00:46
af Daz
Gúrú skrifaði:Guð minn góður vaktarar góðir, hann er að biðja um forrit sem að sýnir honum hvað hver aðili sem að tengist internetinu Í GEGNUM HANN tekur mikið af bandvíddinni á hverri stundu.
Ég held ég hafi ekki séð eitt uppbyggilegt comment frá þér hérna nýlega og núna ertu komin með 2 í þessari umræðu sem hjálpa engum. Fáðu þér vinnu eða eitthvað.
Varðandi vandamálið þá myndi ég halda að þú gætir séð eitthvað útúr routerinum, ef þú hefur aðgang að honum (og ert með slíka græju). Efast um að þú finnir neitt einfalt sem leyfir þér að monitora þetta úr þinni tölvu ef þú sérð það ekki í routerinum sjálfum, nema þú látir aðrar tölvur tengjast við netið í gegnum þína tölvu/setir upp sérstakan net server sem aðrar tölvur tengjast við.
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Sun 19. Júl 2009 15:49
af zedro
Daz skrifaði:Gúrú skrifaði:Guð minn góður vaktarar góðir, hann er að biðja um forrit sem að sýnir honum hvað hver aðili sem að tengist internetinu Í GEGNUM HANN tekur mikið af bandvíddinni á hverri stundu.
Ég held ég hafi ekki séð eitt uppbyggilegt comment frá þér hérna nýlega og núna ertu komin með 2 í þessari umræðu sem hjálpa engum. Fáðu þér vinnu eða eitthvað.
Varðandi vandamálið þá myndi ég halda að þú gætir séð eitthvað útúr routerinum, ef þú hefur aðgang að honum (og ert með slíka græju). Efast um að þú finnir neitt einfalt sem leyfir þér að monitora þetta úr þinni tölvu ef þú sérð það ekki í routerinum sjálfum, nema þú látir aðrar tölvur tengjast við netið í gegnum þína tölvu/setir upp sérstakan net server sem aðrar tölvur tengjast við.
Ég verð þú að segja að ég þoli ekki fólk sem getur ekki drullast til að
LESA helvítis þráðinn. Það fer ekki á milli mála hvað drengurinn er að biðja um samt ná tveir að gjörsamlega floppa á spurningunni.
Sem getur bara verið vegna þessa að þeir
LÁSU ekki almennilega yfir þráðinn til að byrja með.
Varðandi Gúrú þá er fyrsta svarið hann ekki beint uppbyggilegt en seinna svarið er bein vegvísun í upprunalegu spurninguna.
On topic: Þá held ég bara að Daz sé spot on, þú þarft eitthvað forrit sem getur lesið úr routernum hann er jú miðpunktur internetsins
Spurning um að kíkja á heimasíðu framleiðanda routersins og sjá hvort þeir lumi á eitthverju
Svo er alltaf "Network management" í Googlarann.
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Sun 19. Júl 2009 16:24
af dorg
Zedro skrifaði:Daz skrifaði:Gúrú skrifaði:Guð minn góður vaktarar góðir, hann er að biðja um forrit sem að sýnir honum hvað hver aðili sem að tengist internetinu Í GEGNUM HANN tekur mikið af bandvíddinni á hverri stundu.
Ég held ég hafi ekki séð eitt uppbyggilegt comment frá þér hérna nýlega og núna ertu komin með 2 í þessari umræðu sem hjálpa engum. Fáðu þér vinnu eða eitthvað.
Varðandi vandamálið þá myndi ég halda að þú gætir séð eitthvað útúr routerinum, ef þú hefur aðgang að honum (og ert með slíka græju). Efast um að þú finnir neitt einfalt sem leyfir þér að monitora þetta úr þinni tölvu ef þú sérð það ekki í routerinum sjálfum, nema þú látir aðrar tölvur tengjast við netið í gegnum þína tölvu/setir upp sérstakan net server sem aðrar tölvur tengjast við.
Ég verð þú að segja að ég þoli ekki fólk sem getur ekki drullast til að
LESA helvítis þráðinn. Það fer ekki á milli mála hvað drengurinn er að biðja um samt ná tveir að gjörsamlega floppa á spurningunni.
Sem getur bara verið vegna þessa að þeir
LÁSU ekki almennilega yfir þráðinn til að byrja með.
Varðandi Gúrú þá er fyrsta svarið hann ekki beint uppbyggilegt en seinna svarið er bein vegvísun í upprunalegu spurninguna.
On topic: Þá held ég bara að Daz sé spot on, þú þarft eitthvað forrit sem getur lesið úr routernum hann er jú miðpunktur internetsins
Spurning um að kíkja á heimasíðu framleiðanda routersins og sjá hvort þeir lumi á eitthverju
Svo er alltaf "Network management" í Googlarann.
Ef routerinn styður SNMP eru forrit eins og Cacti og MRTG tilvalin til að nota til að fá álaggröf.
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Mán 20. Júl 2009 00:41
af DoofuZ
Heyrðu, ég veit nú kannski ekki um forrit sem getur sýnt þér netnotkun á mörgum tölvum saman en ég hef notað DU Meter í mörg ár (ekki freeware) en það sýnir mér fínt graf með netumferðinni og loggar hvert einasta bæti í download og upload og svo er meira að segja hægt að skoða hvaða forrit eða service eru að nota hvaða port sem getur komið sér mjög vel þegar maður fær eitthvað adware drasl inná tölvuna eða eitthvað slíkt. DU Meter er eitt besta svona forrit sem ég hef séð, en sjálfur væri ég nú alveg til í svona forrit eins og þú ert að pæla í
Hef reyndar reynt að finna svoleiðis snilldarforrit lengi en enn sem komið er ekki rekist á þannig
Hef að vísu reynt að ganga aðeins lengra með einhverju fikti í Delphi. Mér hefur t.d. alltaf fundist nokkur atriði vanta í svona forrit eins og DU Meter, eins og t.d. að maður gæti skilgreint subnet sem forritið ætti að telja sem innlenda umferð eða jafnvel nota geoip upplýsingar, telja lan umferð sér og hafa möguleika á að uppfæra miðlægan gagnagrunn reglulega til að halda utan um umferðina á öllum tölvunum hjá manni. En ég STÓREFAST um að annað hvort DU Meter muni einhverntímann bæta svoleiðis eiginleikum við sig eða að ég muni finna svona forrit sem hefur það allt.
En ef einnhver hér veit um eitthvað svoleiðis forrit eða bara eitthvað sem er betra en DU Meter þá væri það snilld!
Re: er til forrit til að skoða Nethraða
Sent: Mið 22. Júl 2009 01:11
af starionturbo
Þá er bara að taka upp visual basic.
Get skrifað í C# ef einhver hefur áhuga á að joina projectið.