Síða 1 af 1
Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Mið 15. Júl 2009 00:31
af Molfo
Kvöldið.
Hefur einhver hérna verið að lenda í vandræðum með að það komi ekkert hljóð í Win7 64 bita kerfinu??
Var að setja þetta upp hjá stráknum mínum og allt gekk mjög vel nema að það er ekkert hljóð.
Það er þetta standard innbyggða realtech hljóðkort hjá honum.
Er búinn að sækja driver af heimasíðu móðurborðsins(win 7 64 bit driver) og gúggla töluvert mikið en sé engan lausn á þessu.
Hefur einhver hérna lent í þessu og getað lagað þetta??
Kv.
Molfo
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Mið 15. Júl 2009 01:04
af KermitTheFrog
Búinn að keyra Windows update?
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Mið 15. Júl 2009 06:49
af emmi
Ertu búinn að athuga hvort móðurborðsframleiðandinn sé með drivera fyrir Win7? Annars eru ýmis vandræði ennþá tengd þessum Realtek hljóðkortum sem þeir munu eflaust laga áður en Win7 kemur út.
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Mið 15. Júl 2009 07:17
af Krisseh
Virkar fínt hjá mér nema styður ekki alveg Hátalara og mic tengin að framan kassans
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Mið 15. Júl 2009 15:33
af Molfo
Jamm búinn að keyra update...
Búinn að ná í Win7 driver hjá móðurborðsframleiðandanum..
Er að nota tengin aftan á móbóinu...
Nú er ég búinn að breyta í 32 bita útgáfuna en ennþá sama vandamál...
Pirrandi..
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Þri 21. Júl 2009 11:35
af Halli25
Þarf að stilla hljóðið svo að það noti rétt hljóðkort. Gera hljóðkortið default.
Mjög sniðugt en það er hægt að velja sitthvort hljóðkortið fyrir 2 eða fleiri task sem eru í gangi. T.d. haft skype í USB headphones og tölvuleik í hátölurum o.sv.frv. en þetta getur gert það að verkum að windows velur rangt output fyrir hljóðið eins og ég lenti í þar sem ég er með 2 hljóðkort í vélinni... auk þess er eins og front hljóðið sé default eins asnalegt og það er.
Re: Hljóð í Win7 64 bit
Sent: Þri 21. Júl 2009 15:40
af Molfo
Takk fyrir svörinn..
þetta er komið..
Guttinn minn var búinn að fikta eitthvað í tengjunum þannig að það kom 0 hljóð..
Molfo