Síða 1 af 1

Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 20:52
af KermitTheFrog
Hvað er með þetta 7600 build sem er sagt vera RTM sem lak á netið? Er þetta raunverulega RTM-ið? Er hægt að nota sama lykil og fyrir RC-inn?

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 21:39
af emmi
Ef þú ert að tala um 7600.16384.090710-1945 þá er það RTM candidate en ekki final RTM. Upphaflega átti að tilkynna að RTM væri tilbúinn í gær en það komu upp gallar í síðustu viku sem frestuðu þessu örlítið. Vonandi verður þetta tilbúið í vikunni, 7600.16385 er einnig til en flestir búast við að 7600.16386 verði final útgáfa rétt eins og Vista á sínum tíma.

RC lyklar munu auðvitað ekki virka á final RTM útgáfunni, það segir sig sjálft. :)

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 21:48
af KermitTheFrog
Jæja. Koma þá RTM lyklarnir til að kosta?

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 21:49
af Gúrú
emmi skrifaði:7600.16384.090710-1945


Þeim finnst gaman að tölum þarna hjá Microsoft... hvað varð um að telja frá 0? :(

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 21:53
af emmi
Já, þú þarft að kaupa þetta þegar það kemur í búðir í október (22). Nema þú sért með MSDN/Technet aðgang.

Þetta er einhver ægileg formúla og staðlar sem þeir vinna eftir sem enginn nema þeir skilur.

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 22:05
af Glazier
emmi skrifaði:Já, þú þarft að kaupa þetta þegar það kemur í búðir í október (22). Nema þú sért með MSDN/Technet aðgang.

Þetta er einhver ægileg formúla og staðlar sem þeir vinna eftir sem enginn nema þeir skilur.

og hvað er það ?

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 22:13
af emmi
Aðgangur í hugbúnaðarsafn Microsoft. Borgar ákveðið gjald á ári og þú færð aðgang í stórt safn af hugbúnaði í staðinn. Þetta er þó einungis ætlað til þess að "prófa" hugbúnað.

http://www.technet.com/

Re: Windows 7 RTM

Sent: Þri 14. Júl 2009 23:09
af GuðjónR
Ég er með Build 7100, hefur virkað fínt hjá mér. Lenti reyndar í því um daginn að USB portin framan á kassanum hættu að virka, veit ekki hvort það tengist WIN7 eða einhverju öðru.

Re: Windows 7 RTM

Sent: Mið 22. Júl 2009 11:41
af armann
emmi skrifaði:Þetta er einhver ægileg formúla og staðlar sem þeir vinna eftir sem enginn nema þeir skilur.


Hehe held að þeir skilji þetta ekki sjálfir. :lol:

Kemur RC2 ? Svo stutt í að RTM komi út.

Re: Windows 7 RTM

Sent: Mán 27. Júl 2009 14:59
af gnarr
Gúrú skrifaði:
emmi skrifaði:7600.16384.090710-1945


Þeim finnst gaman að tölum þarna hjá Microsoft... hvað varð um að telja frá 0? :(


Þeir töldu frá 0 frá því þeir byrjuðu að þróa NT3.1 kjarnann:

NT 3.1 528
NT 3.5 807
NT 3.51 1057
NT 4.0 1381
NT 5.0 2195
NT 5.1 2600
NT 5.2 3790
NT 6.0 6000
6001(SP1)
6002(SP2)
NT 6.1 7600

Getur séð nánari útlistun hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Windows_NT

Það vantar helling af númerum inn á milli því að þau númer fara í developement, Alpha, Beta og RC útgáfur. Stóra stökkið milli 5.2 og 6.0 skýrist af því að það fóru 7 ár í þróun á Vista og það var að mjög stórum hluta hent og skrifað aftur frá grunni í kringum 2003 þegar blaster gerði allt brjálað á sínum tíma.

Glazier skrifaði:
emmi skrifaði:Já, þú þarft að kaupa þetta þegar það kemur í búðir í október (22). Nema þú sért með MSDN/Technet aðgang.

Þetta er einhver ægileg formúla og staðlar sem þeir vinna eftir sem enginn nema þeir skilur.

og hvað er það ?


7600.16385.090710-1945

7600 = NT build númer 7600
16385 = villu leiðrétt útgáfa númer 16385
090710 = byggð 10. júlí 2009
1945 = klukkan 19:45