Síða 1 af 1

Windows Vista?

Sent: Mið 08. Júl 2009 23:54
af thealmighty
Ef ég hef sótt Windows Vista á netinu og brennt ISO'ið á disk, ætti þá diskurinn að virka eins og venjulegur diskur?
Einnig var að ég pæla hvort það væri eitthvað meiri áhætta í því að brenna á disk og installa í stað þess að fá disk útúr búð?

Það væri einnig vel þegið ef eitthver gæti sent mér/ sent link á gott tutorial í því að brenna/installa stýrikerfi

Með fyrirfram þökk um góð svör. :D

Re: Windows Vista?

Sent: Fim 09. Júl 2009 00:14
af KermitTheFrog
Diskurinn ætti að virka fínt. Það er hinsvegar betra að vera með löglegan key til að fá kerfið til að virka.

Re: Windows Vista?

Sent: Fim 09. Júl 2009 00:21
af thealmighty
kerfið?, er það eitthvað Vista kerfi rsm?

Re: Windows Vista?

Sent: Fim 09. Júl 2009 00:26
af Sydney
Setja diskinn í, ýta á next tuttugu sinnum, komið.

Þ.e.a.s. ef þetta er hrein tölva sem ekkert er inná.

Re: Windows Vista?

Sent: Fim 09. Júl 2009 00:37
af thealmighty
Glæný tölva, fékk Vista á netinu og er búinn að brenna iso'ið á nýjann disk...s.s þetta ætti að virka?

Re: Windows Vista?

Sent: Fim 09. Júl 2009 19:49
af KermitTheFrog
Þú þarft product key til að activata stýrikerfið. Aldrei hægt að treysta lyklum af netinu en alltaf hægt að prófa.

Re: Windows Vista?

Sent: Mið 22. Júl 2009 11:54
af armann
Hef aldrei notað ólöglegt Windows en þeir sem ég veit að hafa gert það hafa lent í vandræðum með Windows Update.

Að setja upp Windows Vista er mjög einfalt, hentu inn spurningu ef þú festist einhversstaðar.

Annars myndi ég persónulega henda upp Windows 7 RC.

Getur sótt það hér, virkar betur að mínu mati en Vista þó það sé RC.

http://technet.microsoft.com/evalcenter ... ID=mscomsc

Skrollaðu neðst á síðunni.

Að velja á milli 32 bita og 64 bita fer eftir því hversu mikið minni er í tölvunni.

32 bita stýrikerfi styður bara 4GB í heildina og telur minnið í skjákortinu þínu líka svo ef þú ert með 512mb/1GB skjákort þá myndi ég taka 64 bita.

Re: Windows Vista?

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:08
af SteiniP
armann skrifaði:Að velja á milli 32 bita og 64 bita fer eftir því hversu mikið minni er í tölvunni.

32 bita stýrikerfi styður bara 4GB í heildina og telur minnið í skjákortinu þínu líka svo ef þú ert með 512mb/1GB skjákort þá myndi ég taka 64 bita.

Það skiptir meira hvort að örgjörvinn er 64 eða 32 bita.
Þótt að 32 bita styðji ekki meira 3.5GB (held ég) af minni þá tekurðu samt frekar 64 bita útgáfuna ef þú ert með 64 bita örgjörva og 1GB af vinnsluminni.

Re: Windows Vista?

Sent: Mið 22. Júl 2009 13:21
af armann
Eins og ég sagði þá styður 32bita bara 4gb í heildina, stýrikerfið sjálft notar 3.2 GB af því.

Hvað gerist með restina ef þú ert með 4gb ?

In the absence of the /PAE switch, the Windows memory manager is limited to a 4 GB physical address space. Most of that address space is filled with RAM, but not all of it. Memory-mapped devices (such as your video card) will use some of that physical address space, as will the BIOS ROMs. After all the non-memory devices have had their say, there will be less than 4GB of address space available for RAM below the 4GB physical address boundary.

Munurinn á 64 bita stýrikerfi er að það höndlar meira minni, forrit sem nýta sér 64 bita örgjörva eru hraðari og í Windows Vista eru "enhanced security features".

SVO ef þú ert með 64 bita örgjörva og 1GB í minni er tilgangslaust að taka 64 bita stýrikerfi.