Kubuntu: Hækka í hátölurum?
Sent: Lau 04. Júl 2009 20:08
Sælinú. Nýkominn með Kubuntu á fartölvuna mína, eftir að Windows 7 betan rann út hjá mér. Eitt sem ég hef tekið eftir er að það heyrist ekki jafn hátt í hátölurunum á henni og áður, þegar ég var með Windows á henni. Við erum að tala um að ég heyri varla í henni ef ég sit með hana á lærunum og hljóðið í botni, ef lagið er ekki mjög hávært (eins og t.d. rólegir kaflar í klassískri- og kvikmyndatónlist).
Kann einhver ráð við þessu? Tölvan er Dell Inspiron 1520 ef það skiptir einhverju máli. Hlýtur ekki að vera til einhver sniðug lyklaborðsskipun til að neyða hátalarana til að vinna aðeins fyrir rafmagninu sínu?
Kann einhver ráð við þessu? Tölvan er Dell Inspiron 1520 ef það skiptir einhverju máli. Hlýtur ekki að vera til einhver sniðug lyklaborðsskipun til að neyða hátalarana til að vinna aðeins fyrir rafmagninu sínu?