Síða 1 af 1

Linux í Workgroup

Sent: Mán 22. Jún 2009 18:11
af Molfo
Þetta er sennilega mjög noobuð spurning, en hvernig setur maður Ubuntu Linux í workgrúbbu.. ef það er gert yfir höfuð. :oops:

Málið er að ég er með Win 7 á annari tölvu en ég get ekki "séð" vélina í win network né remotað mig á Linux vélina(á það ekki að vera hægt). Ég sé Win vélarnar fínt í linux en get heldur ekki remotað mig á þær.
Ég er búinn að opna fyrir allt í eldveggnum á Win vélinni...

Ég þarf aðalega að geta "stjórnað" linux vélinni frá Windows maskínunni.. er kannski eitthvað annað sem er mælt með sem er betra en þetta???

Nooba kveðjur..

Molfo

Re: Linux í Workgroup

Sent: Mán 22. Jún 2009 21:16
af slapi
Til að getað séð vélina , það er ef þú vilt share- einhverju þarftu að setja upp Samba
https://help.ubuntu.com/community/SettingUpSamba

Síðan ef þú vilt stjórna vélinni eitthvað er best að gera það með vnc
þá ferðu í System-Preferences-Remote Desktop og hakar síðan í það sem þú vilt

Re: Linux í Workgroup

Sent: Sun 28. Jún 2009 20:42
af dori
Ef þú vilt virkilega stjórna linux vélinni þá er algjörlega málið að nota SSH til að skrá þig inná hana. Gott forrit til þess er PuTTY, þá ertu að vinna í skeljarumhverfi sem hefur aðeins brattari lærdómskúrvu en skjáborðsumhverfi en þú ert miklu fljótari að vinna svo gott sem öll þau verkefni sem þú þarft að vinna (nema þau verkefni hafi eitthvað með grafísk forrit að gera, þá er leiðin hjá þeim sem svaraði á undan mér örugglega góð).