Síða 1 af 3

Fedora dauðans

Sent: Lau 06. Des 2003 22:26
af ICM
Ég gerði media check og það fann ekkert að diskunum. Síðan fékk égFatal error í uppsetningu og þurfti að setja allt upp aftur. Þegar það svo tókst var package manager eitthvað með leiðindi og kom þessi mynd fyrir neðan í hvert skipti sem ég reyndi að installa package, jafnvel eftir endurræsingu svo ég setti allt kerfið upp aftur. Allt virtist vera að virka en síðan byrjaði þetta að koma aftur eftir að ég hafði sett upp VLC, nú kemur þetta alltaf þegar ég fer í package manager. Er redhat/fedora package managerinn svona hræðilegur eða var ég svona óendanlega óheppinn?

Sent: Sun 07. Des 2003 01:24
af dabb
núna er ég hættur við Fedora.
búin að heyra svo mikið af veseni.

Sent: Sun 07. Des 2003 01:25
af ICM
hvernig veseni? semsagt ekki bara ég?

Sent: Sun 07. Des 2003 02:29
af dabb
Ég hef bara heyrt orðróma og svona.

Sent: Sun 07. Des 2003 11:58
af Gothiatek
Spurning, ég hef persónulega aldrei lent í vandræðum með package managerinn í Red Hat.

Það er hægt að endurbyggja rpm grunninn í red hat með rpmbuild, kannski að það reddi einhverju - hef aldrei gert það sjálfur :shock:

Sent: Sun 07. Des 2003 12:15
af gnarr
einusinni heyrði ég um að það hefði strákur fengið "this program has stopped responding and will be terminated" error á windows! ég er sko hættur að nota það!

Sent: Sun 07. Des 2003 12:26
af MezzUp
þú veist omwtfhax, er ég sá eini sem að finnst skrítið að IceCaveman sé að setja upp Linux!?!?!?!

Sent: Sun 07. Des 2003 12:51
af gumol
Nei, þú ert bara sá eini sem ert hengur ekki á #vaktin.is á ircnet

Sent: Sun 07. Des 2003 17:59
af ICM
Strákar það er ekki séns að ég hangi lengi á þessu, get ekki gert multi-tasking eins vel á þessu án þess að forritin hiksti og ég get ekki breytt um priorities á forritum án þess að kerfið frjósi, allt tekur margfalt meira vinnsluminni en windows, sérstaklega nautilius sem þar að auki er margfalt óstöðugari em explorer.exe :) Einfaldir hlutir eins og always on top, hvar eru þeir, afhverju get ég ekki stjórnað öllu úr taskbar... minimize to tray, þarf ennþá að "compile-a" mörg forrit, þarf að restarta tölvunni ef package manager á það til að drepast að ástæðu lausu, opna mozzilla með nokkta glugga opna, stundaglas bíð smá stund, stopped responding. Afhverju er alltaf að koma stopped responding á öll forrit í þessu. Allavega Gnome+Fedora utilities eru bannvæn blanda.

Sent: Sun 07. Des 2003 18:04
af Voffinn
Þú verður að athuga að memory managment í linux og windows er ekki eins? Þú það standi að kerfið sé bara ða nota ákveðið minni, þá er það oft sem kernelinn "alloctar" minnið og þá er ekki að gilda mælinn.

Svo held ég að ég hafi aldrei heyrt jafnmikið nöldur eins og frá þér. :) Þú ert greinilega ótrúlega óheppinn maður.

Sent: Sun 07. Des 2003 18:11
af MezzUp
ég gafst fljótlega upp á RH9 afþví að það var orðið og líkt windows, farið að hanga og sollleis

Sent: Sun 07. Des 2003 18:27
af ICM
fedora er nú jafnvel verra en win98 í stöðugleika.

Sent: Sun 07. Des 2003 21:38
af halanegri
MezzUp skrifaði:þú veist omwtfhax, er ég sá eini sem að finnst skrítið að IceCaveman sé að setja upp Linux!?!?!?!

Hann er að reynda standast áskorun sem hann fékk á #vaktin.is.

gumol skrifaði:Nei, þú ert bara sá eini sem ert hengur ekki á #vaktin.is á ircnet


"Hangir" !

IceCaveman skrifaði:Strákar það er ekki séns að ég hangi lengi á þessu, get ekki gert multi-tasking eins vel á þessu án þess að forritin hiksti og ég get ekki breytt um priorities á forritum án þess að kerfið frjósi, allt tekur margfalt meira vinnsluminni en windows, sérstaklega nautilius sem þar að auki er margfalt óstöðugari em explorer.exe Einfaldir hlutir eins og always on top, hvar eru þeir, afhverju get ég ekki stjórnað öllu úr taskbar... minimize to tray, þarf ennþá að "compile-a" mörg forrit, þarf að restarta tölvunni ef package manager á það til að drepast að ástæðu lausu, opna mozzilla með nokkta glugga opna, stundaglas bíð smá stund, stopped responding. Afhverju er alltaf að koma stopped responding á öll forrit í þessu. Allavega Gnome+Fedora utilities eru bannvæn blanda.


Ég er sammála um að Nautilus geti verið óstöðugur, hann fokkast samt bara örsjaldan hjá mér. Ég hef ekki lent í því að tölvan sé "not responding" hjá mér, allavega ekki síðan ég hætti að nota Red Hat. Kerfið frís ekki þegar ég breyti priority, hins vegar var alltaf stórhættulegt að gera það í Windows....

Síðan ef þig vantar einhver features eru óteljandi önnur forrit til að prófa heldur en þau sem Gnome býður uppá.

ffff

Sent: Mán 08. Des 2003 03:19
af ICM
......

Sent: Mán 08. Des 2003 04:51
af halanegri
:?

Sent: Mán 08. Des 2003 08:06
af Voffinn
Það verður einhver að segja það, þú drengur ert ótrúlegur!

Sent: Mán 08. Des 2003 08:44
af Gothiatek
Hmm, enhvernvegin grunar mig eftir að hafa lesið þennan þráð að IceCaveman sé að vinna markvisst að því að krassa kerfinu.

Haltu þig bara við Windows IceCaveman, Linux er greinilega of mikið fyrir strák eins og þig :wink:

Sent: Mán 08. Des 2003 12:27
af gumol
bwahahaha, kaldhæðni að linux skuli altaf vera að crassa hjá Microsoft manni nr. 1

dddd

Sent: Þri 16. Des 2003 09:51
af ICM
skemmti kvöldið, villa eftir villu. skipti um upplausn, logga mig út, log in skjárin er ennþá með gömlu upplausnina svo það sést ekki nema helmingurin á skjánum, neyðist til að restarta handvirkt. Clipboard manager í KDE eitthvað tregur, sama hversu oft ég geri COPY > PASTE viljiði fá fleiri svona sögur, get komið með þær á hverjum degi.

Sent: Þri 16. Des 2003 18:23
af Voffinn
Ég hef aldrei lenti í neinu svona, ertu með 100% öruggan vélbúnað :shock:

Sent: Þri 16. Des 2003 20:58
af ICM
já ég er með 100% öruggan vélbúnað, 100% stöðugleiki á Windows allavega.

Sent: Mið 17. Des 2003 09:21
af Gothiatek
100% stöðgueikli á dowsWin - get ekki einu sinni skrifað þetta rétt sökum krónisks hláturkasts. Má ég fara heim núna, geri ekkert af viti það sem eftir er dagsins :D

En án spaugs þá er þetta að sjálfsögðu ekkert eðlilegt IceCaveman og þú veist það fullvel sjálfur. Af hverju prufar þú ekki eitthvað annað distró?? T.d. Mandrake sem er oft talið mjög gott fyrir byrjendur.

Sent: Mið 17. Des 2003 12:14
af gumol
Gothiatek skrifaði:100% stöðgueikli á dowsWin - get ekki einu sinni skrifað þetta rétt sökum krónisks hláturkasts. Má ég fara heim núna, geri ekkert af viti það sem eftir er dagsins :D

En án spaugs þá er þetta að sjálfsögðu ekkert eðlilegt IceCaveman og þú veist það fullvel sjálfur. Af hverju prufar þú ekki eitthvað annað distró?? T.d. Mandrake sem er oft talið mjög gott fyrir byrjendur.

Það er alveg hægt að hafa 100% stöðuga windows vél

Sent: Mið 17. Des 2003 13:07
af ICM
Gothiatek, ég prófa ekki annað distró því það er augljóslega eitthvað conflict við vélbúnaðin í tölvunni minni sem er ekki búið að redda í linux ennþá, ég reyndi mandrake og redhat fyrir nokkrum mánuðum og það var líka svona óstöðugt. Linux er líka alltof hægt samanborið við Win á minni vél.

Óstöðugt windows er 90% notendanum að kenna og 10% vélbúnaðinum að kenna. Vélbúnaðurinn minn helst stöðugur í windows og ég þarf ekki að keyra neina beta drævera. Ef þú lest villu skilaboð sem þú færð í Win XP, þá geturðu lesið details og séð að það er ekki kerfinu sjálfu að kenna í 95% tilfella heldur einhverju forriti sem er EKKI gert af Microsoft, og það oftast beta forrit.

Sent: Mið 17. Des 2003 18:33
af Voffinn
IceCaveman skrifaði:Gothiatek, ég prófa ekki annað distró því það er augljóslega eitthvað conflict við vélbúnaðin í tölvunni minni sem er ekki búið að redda í linux ennþá, ég reyndi mandrake og redhat fyrir nokkrum mánuðum og það var líka svona óstöðugt. Linux er líka alltof hægt samanborið við Win á minni vél.

Óstöðugt windows er 90% notendanum að kenna og 10% vélbúnaðinum að kenna. Vélbúnaðurinn minn helst stöðugur í windows og ég þarf ekki að keyra neina beta drævera. Ef þú lest villu skilaboð sem þú færð í Win XP, þá geturðu lesið details og séð að það er ekki kerfinu sjálfu að kenna í 95% tilfella heldur einhverju forriti sem er EKKI gert af Microsoft, og það oftast beta forrit.


Þá hlýtur þú bara að vera með einhvern "skrýtinn" vélbúnað og þarft að setja inn modulea fyrir kernelinn? Lærir helling á því :>