Síða 1 af 1

mp3 spilarar í windows

Sent: Lau 06. Des 2003 19:43
af Gandalf
Daginn, er að pæla í hvaða mp3 player sé hentugastur fyrir mig, en þannig standa mál að ég er með ansi stórt mp3 safn (telur einhverja tugi GB) og ég vill hafa það allt saman í playlista. Playerinn sem ég vill hafa verður að bjóða upp á þann möguleika að vera með "sort by full path" þannig að ég sjái þetta í þeirri röð sem ég er búinn að flokka þetta í foldera. \mp3\artist\cd\ (er með mikið af full albums).

Playlistinn þarf líka að vera ansi fljótur að skipta milli laga (svona hik milli skiptinga fer ROSAlega í taugarnar á mér). Ekki er síðan verra að hægt sé að configa playerinn að vild.

Ég vil ekki nota winamp, búinn að prufa hannog fíla engan veginn. Er búinn að vera að nota deliplayer (núna v2) og hann er mjög fínn í allt, nema að það er eins og full path flokkunin virki ekki alveg og flokkar hann bara í stafrófsröð samkvæmt aftasta foldernum (þannig að Queen með diskinn Greatest hits verður á unda 4-Hero með diskinn Two pages, svona til dæmis).

Það sem ég sé helst í stöðunni er að fara að nota deliplayer v1 aftur (dpv2 er með miklu skemmtilegri fídusum en dpv1 þannig að það er smá bömmer) eða þá að finna einhvern annan skemmtilegan player sem ég hef ekki rekist á hingað til.

Þannig að endilega segið frá einhverjum skemtilegum playerum ef þið vitið um sem gætu hugsanlega passað mér.


p.s. Er ekki að leita að svona all in one playerum eða svona library forritum (itunes og musicmatch), vill bara plain sjá öll lögin í röð.

Sent: Lau 06. Des 2003 20:30
af RadoN
WinAmp með PlugIn sem kallast Albumlist, ekkert nema snilld :D

Sent: Lau 06. Des 2003 22:15
af Arnar
Ég er með vel yfir 60gb af tónlist og Media Player stendur fyrir sínu hjá mér.

Sent: Lau 06. Des 2003 22:54
af Hlynzit
Winamp 2.x eða 5.x standa alltaf fyrir sínu sko :P

Sent: Lau 06. Des 2003 22:55
af Hlynzit
RadoN skrifaði:WinAmp með PlugIn sem kallast Albumlist, ekkert nema snilld :D


Geturu sagt mér hvar ég d/l þessu plug-ini :P

Sent: Lau 06. Des 2003 22:56
af Gandalf
Hlynzit skrifaði:
RadoN skrifaði:WinAmp með PlugIn sem kallast Albumlist, ekkert nema snilld :D


Geturu sagt mér hvar ég d/l þessu plug-ini :P


google.com search: albumlist + addon = http://albumlist.sourceforge.net/


og já, RadoN: þetta albumlist sínir ekki þá fæla sem eru inní hverju albumi (hverjum folder), hefði helst viljað fá þann fídus inní dæmið.

Eða er ég bara að líta framhjá þeim valmöguleika ?