Síða 1 af 1

Windows 7 64 og 32 bita pælingar

Sent: Þri 02. Jún 2009 05:26
af KermitTheFrog
Heyrið fellow Vaktarar!

Hérna er ég með nýuppsett Windows 7 64bit og virkar fínt. Svo er ég með harða diska sem innihalda uppsetta leiki. Nú er pælingin: Þarf ég að setja þá upp aftur fyrir 64 bita kerfið þar sem þeir voru settir upp með 32 bita Windows XP?

Re: Windows 7 64 og 32 bita pælingar

Sent: Fös 19. Jún 2009 04:05
af Selurinn
Var einmitt að gera svipað um daginn.
viewtopic.php?f=7&t=23562

Jú, nánast allir virkuðu, afþví að þeir eru crackaðir og eru ekki háðir Registry, nema örfáir leikir eins og Fallout 3, þar sem ég þurfti einfaldlega að expanda registry lyklum úr eldra kerfi og setja þá upp í nýja kerfinu, þá virkuðu þeir.
Var með þettá allt í folder C:\Leikir.
Eins og með alla STEAM leiki sem eru margir, þá þurfti ég bara að setja upp STEAM, og þá voru allir leikir pre-loadaðir, algjör snilld.
En þetta er yfirleitt ekki vesen nema að leikirnir krefjast einhverja registry lykla til þess að keyra þá upp.

En til að svara spurningunni, þá já, þetta virkar, þar sem leikirnir eru 32-bitta og 64-bitta kerfi styðst við 32-bit prógröm.

Re: Windows 7 64 og 32 bita pælingar

Sent: Fös 19. Jún 2009 16:47
af KermitTheFrog
Mér hefur tekist að keyra eiginlega alla þá leiki sem ég hef reynt nema Crysis og GTA IV. Ég setti GTA upp aftur en hef ekki nennt að setja Crysis aftur upp.

Þetta virkar alveg ágætlega.