Síða 1 af 1

Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 04:53
af chaplin
Þannig vill svo til að ég vildi prufa sérstaka XP útgáfu sem ég var að fá, ég er með 3 diska, einn utanáliggjandi 300GB og tvo í tölvunni, einn 500GB og einn 300GB.

Ég vildi setja upp nýja kerfi á 300GB diskinn sem var í tölvunni, svo ég slekk á tölvunni, tek 500GB diskinn úr sambandi, set windows diskinn í og deleta gamla plássinu sem var á 300GB disknum. Vitir menn, ég var með utaná liggjandi diskinn EINNIG tengdann og deletaði honum honum líka, hreinsaði hann, ekki formataði.

Nú á þessum disk vorum mörg mjööög mikilvæg gögn og verð ég að fá þau aftur, er það hægt þar sem ég deletaði plássinu á honum? Og þegar ég kveiki á honum sé hann ekki í My Computer, en er samt beðin um að "Eject"-a honum áður en ég tek hann úr sambandi, hvernig laga ég það?

Öll hjálp er MJÖG vel þegin! :(

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 06:54
af mpythonsr
Á download.com eru fullt af forritum sem geta hjálpað þer með þetta vandamál. Ekki setja neitt á flakkaran, náðu í forrit sem þér líst best á helst ef það er freeware eða "langtímalán"-ware, settu það upp og láttu það vinna þangað til það er búið
að ná því sem þarf að bjarga.

MP.

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 08:39
af dadik
Ég hef notað GetDataBack í svona tilfelli, virkaði vel enda náði ég öllu af diskinum.

Kostar reyndar $80 sem er rúmur 10.000 kall en það skiptir engu máli ef gögnin eru mjög mikilvæg ;)

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 09:19
af elv

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 09:43
af AntiTrust
Ontrack Easy Recovery.

Af öllum forritum sem ég hef notað nær þetta flestu til baka. Ættir að geta náð 99% af öllu dótinu þínu svo lengi sem það er bara partition taflan sem er farin.

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 11:46
af elv
AntiTrust skrifaði:Af öllum forritum sem ég hef notað nær þetta flestu til baka.


Eru menn að lenda oft í þessu :?

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Fös 15. Maí 2009 12:12
af AntiTrust
Ég hef persónulega formattað diska og eytt skjölum sem máttu ekki fara, og misst diska í gólfið sem ég gat svo recoverað af.

Er hinsvegar yfirleitt vinnandi við þetta, svo maður fær reglulega svona case upp.

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Lau 16. Maí 2009 07:18
af chaplin
DiskInternals Uneraser var eina forritið sem fann "týnda" harðadiskinn.. en takk fyrir tillögurnar og nei er ekki búinn að setja neitt á hann, hef ekkert fundið hann so far í mycomputer. ;) :(

Re: Ógeðsleg mistök! Öll hjálp vel þegin!

Sent: Lau 16. Maí 2009 15:44
af Gullisig
Það er eins gott að menn sem eru að fikta kunna ekki að nota "low level format" :shock: