Síða 1 af 1
Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Fös 01. Maí 2009 12:02
af ManiO
Er með þennan router og búinn að opna port, en TCP opnast ekki á portunum. Fer sem sagt inn á routerinn, opna Network->NAT->Application og set þar inn portið og IP töluna sem að tölvan sem notar portið er með. Er eitthvað annað sem ég er að gleyma eða gæti nokkuð verið að Vodafone blokki þetta hjá sér?
Prófaði port checker síðu og þar fæ ég að UDP sé opið á portinu en ekki TCP.
Og vitaskuld setti ég regluna á active á routernum.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Lau 02. Maí 2009 10:05
af ManiO
Enginn með tillögur?
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Lau 02. Maí 2009 10:08
af emmi
Þarftu ekki að opna í eldvegg líka?
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Lau 02. Maí 2009 16:25
af ManiO
Er það ekki NATið?
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 11:05
af ManiO
Enginn sem getur varpað smá ljósi á þetta?
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 11:37
af depill
Skomm, það a´að vera nóg að opna þetta í NATinu á P-335U routernum þar sem að hann á svo að gata eldveggin sjálfur.
Hins vegar er ekki sem segir á móti því að slökkva hreinlega á edlvegginum ég myndi prófa það. Og það er bókað mál að það er ekkert á vélinni sjálfri sem er að hindra þetta ? Þar sem það er mjög auðvelt hreinlega með telnet að athuga hvort að TCp port séu opin, er spurning um að vera staddur á annari vél á netkerfinu og gera telnet <ip address> <port> og athuga hvort að tengingin opnist, bara til að vera viss.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 13:40
af ManiO
Spurning hvort að Vista sé að trufla mig eitthvað í þessu. Næ t.d. ekki að slökkva á að Windows Defender kveiki á sér þegar að kveikt er á tölvunni. Kíki aðeins betur hvernig ég slökkvi algerlega á öllu Windows varnar ruslinu og tékka þetta aftur.
Ég er nú ekki mjög fróður á telnet, en ég næ tengingu með því að setja "telnet 'ip-talan' 'portið'" í terminal. Kemur allavega connected.
Væri hægt að tékka þetta með að reyna að telneta sig inn á vélina frá vél sem væri ekki inn á local netinu?
Edit: Prófaði að nota port scan á annarri tölvu og þar finn ég portin opin (TCP) á innra netinu.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 14:44
af depill
[quote="ManiO"
Ég er nú ekki mjög fróður á telnet, en ég næ tengingu með því að setja "telnet 'ip-talan' 'portið'" í terminal. Kemur allavega connected.
Væri hægt að tékka þetta með að reyna að telneta sig inn á vélina frá vél sem væri ekki inn á local netinu?.[/quote]
Sko það að þú færð connected þýðir að portið er allavega accessible á innranetinu þínu ( giska að það sé það sem þú varst að reyna ). Það að reyna telneta þig á vél sem er ekki á innranetinu ( þá á public internet addressuna ) er það sem flest allar þessar síður sem eru að tékka fyrir opnum portum eru í raun og veru að gera. Það er að athuga hvort að þeir nái opnu TCP sambandi eða fá höfnun. Getur prófað það.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 14:58
af ManiO
http://connect.majestyc.net/Prófaði að nota þessa síðu til að tjékka þau port sem ég þarf opin (TCP) og það failar að ná tengingu í gegnum TCP en nær í gegn með UDP. Þannig að þá hef ég útilokað alla vega Windowsið ekki satt? Þá er það annað hvort routerinn eða Vodafone sem er að blokka portin ekki satt?
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Sun 03. Maí 2009 20:16
af ManiO
Virkaði eftir endurræsingu á routernum.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Mán 04. Maí 2009 10:07
af ManiO
Hvað gæti verið af ef að portin lokast bara allt í einu en það reddast ef ég endurræsi routernum? (Gerðist aftur)
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Þri 05. Maí 2009 15:30
af ManiO
Gæti það verið að ég sé að misþyrma routernum? Meðal CPU notkun á honum er 90%+
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Þri 05. Maí 2009 17:59
af Starman
Á góðum degi ræður þessi router við 25-30Mbps throughput , ef þú ert að nota torrent og margar tengingar í gangi þá gefst hann upp. CPU í þessum router er einfaldlega frekar slappur. Mæli með að þú farir í Vodafone og fáir þér Zyxel NBG420N , er mun öflugri og þar að auki með betri loftnet (802.11n Draft 2.0).
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Þri 05. Maí 2009 20:09
af ManiO
Löngu búinn að slökkva á þráðlausa á P335inum, en kíki niður í Vodafone búð á fimmtudag.
Re: Vandamál að opna TCP port á Zyxel P-335U
Sent: Þri 05. Maí 2009 20:22
af AntiTrust
Ég hef akkúrat verið að lenda mikið í þessu sjálfur, Port detta út þangað til ég endurræsi routerinn. Er með VOIP Zyxel routerinn frá tal ( P2302RL minnir mig). Hef hinsvegar engann aðgang að routernum og því ekki dottið í hug að skoða CPU load-ið á honum.
Er með VPN, RDP, DC++, torrent, FTP og allskonar dóterí í gangi alltaf hreint, og streama líka HD efni í gegnum routerinn yfir í PS3, er það þá möguleiki að vandamálið sé hreinlega að routerinn ráði ekki við þetta?