Síða 1 af 1

Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 16:12
af greatness
Sæl öllsömul

Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver fróður gæti svarað eftirfarandi fyrir mig.

Ég er að fara að setja upp vél með eftirfarandi vélbúnaði.

móðurborð: Gigabyte EP43 DS3L
http://www.computer.is/vorur/7044

Örgjörvi: E8400 3.0 gb core 2duo

Skjákort: Gigabyte gts250 1gb

innraminni: 2x OCZ 2gb innra minni (4 gb í heildina)

Aflgjafi: 550 w Gigabyte

Þar sem að GTS250 kortið styður direct x 10.1 á ég þá að installa frekar windows vista eða ætti ég frekar að installa XP service pack 3 og bíða eftir windows 7 sem á að koma út í Ágúst?

Það sem flækir þetta mál líka frekar að ég get fengið löglega útgáfu af XP en ef ég ætla að installa frekar vista þá verð ég að kaupa það eða setja það upp með fölsuðum serial.

Hvaða ráðleggingar eigið þið handa mér, er ég að fórna einhverjum miklum afköstum á vélbúnaðinum og þá sérstaklega skjákortinu ef ég set bara upp XP service pack 3?

Með kveðju.
Daníel.

Re: Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 16:40
af vesley
ef ég væri þú myndi ég skella mér á windows vista

Re: Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 20:06
af ZoRzEr
Ég myndi persónulega skella mér á XP. Það er bara svo miklu hraðara í öllu. Þú ert heldur ekkert að missa af miklu með Dx10. Ég hef líka prófað Windows 7 betuna, er með hana dual-boot-aða með windows XP. Það kom mér vel á óvart, mun betra en ég bjóst við. Mér lýst mjög vel á hana, hlakka til að fá RC1 sem verður public 5. maí.

Re: Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 20:16
af Severed_Crotch
Klárlega Windows XP, Margfalt betra stýrikerfi en Vista. Svo hef ég verið að heira frábæra hluti um Windows 7 getur kanski skellt þér á betuna

Re: Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 20:39
af greatness
Þakka kærlega ráðleggingar frá ykkur.

Ég ákvað að keyra upp Windows XP Service Pack 3.

Re: Windows Vista eða XP service pack 3

Sent: Fim 30. Apr 2009 20:42
af hsm
greatness skrifaði:Þakka kærlega ráðleggingar frá ykkur.

Ég ákvað að keyra upp Windows XP Service Pack 3.

Ég held að það hafi verið mjög gáfulegt af þér :)