Síða 1 af 1

Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 22:17
af Jolli
Ég er að gera við fartölvu með ónýtan harðan disk sem á var windows vista premium.
Þar af leiðandi er ég með lykilinn en hvar fæ ég stýrikerfið?

Re: Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 22:23
af KermitTheFrog
Þú getur downloadað .iso skrá á öllum helstu torrentsíðum. ThePirateBay t.d. ef þú ert ekki með aðgang að íslensku síðunum

Re: Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 22:30
af Jolli
Ég hef nú aldrei treyst þessum torrent síðum. Er ekki hægt að fá uppsetningardisk eða download löglega án þess að borga fyrir það?

Re: Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 22:33
af Gúrú
Jolli skrifaði:Ég hef nú aldrei treyst þessum torrent síðum. Er ekki hægt að fá uppsetningardisk eða download löglega án þess að borga fyrir það?


Ertu að gefa í skyn að niðurhal sé ólöglegt? Ef einhver má gefa þér disk með einhverju eða leyfa þér að downloada einhverju löglega þá er það væntanlega löglegt að ná í það hvaðan sem er?

Breytir engu, ef að það væri einhverjir vírusar á http://www.thepiratebay.org síðunni sjálfri værirðu búinn að heyra mikið um það, og ef að það eru vírusar í skránum sjálfum þá eru notendur ávallt búnir að commenta v. það.

Re: Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 22:52
af KermitTheFrog
Jolli skrifaði:Ég hef nú aldrei treyst þessum torrent síðum. Er ekki hægt að fá uppsetningardisk eða download löglega án þess að borga fyrir það?


Þú í rauninni brýtur engin lög með því að downloada .iso skrá og nota eigin löglegan lykil. Það er ekkert allt efni á torrentsíðum ólöglegt, bara það sem varið er höfundarrétti.

Ég má t.d. deila myndbandi af mér að borða popp á torrentsíðu og það niðurhal er ekki ólöglegt.

Re: Hvar fæ ég windows vista stýrikerfi

Sent: Mið 29. Apr 2009 23:49
af lukkuláki
Hjá þeim sem seldi tölvuna