Síða 1 af 1

Uppfæra Bios!

Sent: Mán 27. Apr 2009 21:18
af chaplin
Ætlaði að fara í það djarfa hlutverk að uppfæra biosinn hjá mér og rakst þá á örlítið vandamál.. þarf ég að nota diskettu til að uppfæra hann?

Re: Uppfæra Bios!

Sent: Mán 27. Apr 2009 22:06
af albertgu
hvernig update-ar maður BIOSinn?

spyr sá sem ekki veit

Re: Uppfæra Bios!

Sent: Mán 27. Apr 2009 22:15
af mind
Mismunandi, vonandi hefur góða ástæðu til að vilja uppfæra.

Flestir framleiðendur bjóða uppá eitthvað eða allt af þessu þrennu.
Floppy
USB minnislykil
Windows

Byrjaðu á því að komast að því hver framleiðandi er af móðurborðinu og hvaða útgáfu þú ert með. t.d. Neo3 FR, P4R800 , GA-45 eða álíka. Er yfirleitt 5-8 stafir.

Yfirleitt sérðu þetta á fyrsta ræsingarglugga tölvunnar, getur ýtt á Pause/Break til að stöðva vélina í að fara lengra.
Oftast geturðu ýtt á ESC ef þú færð bara logo í ræsingu vélarinnar.

Þegar þú ert kominn með þessar upplýsingar þá bara fara á heimasíðu framleiðanda og láta þær inn , hann ætti að lista upp hvaða möguleikar virka fyrir þig.

Re: Uppfæra Bios!

Sent: Þri 28. Apr 2009 01:20
af chaplin
Veit hvernig móðurborð og bios ég er með og er ég búinn að sækja rétta uppfærslu, bara helt að eina leiðin væri að nota diskettu og var ég ekki alveg að digga þá hugmynd.. annars hvað meinaru með Windows?